Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þetta litla tveggja kílóa tæki bjargaði heyrúlluvélinni í Laxárdal.
Þetta litla tveggja kílóa tæki bjargaði heyrúlluvélinni í Laxárdal.
Fréttir 22. desember 2020

Hugað að eldvörnum fyrir jól

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Samfara skammdeginu, ekki síst á aðventu er ekki óalgengt að fólk kveiki á kertaljósum sér og öðrum til ánægju. Samfara því koma þó stundum leiðindafréttir af bruna sem orsakast út af kertaljósum.

Í mörgum tilfellum hefur tjón orðið mikið og nokkur dæmi þess að fólk hafi misst allt sitt í bruna. Aðrir hafa verið svo lánsamir að reykskynjari lét vita af eldi áður en tjón varð stórt og enn aðrir þakka slökkvitæki að hægt var að slökkva eldinn áður en hann var orðinn óviðráðanlegur.

Ekki þarf að hafa áhyggjur af að lenda í Grýlupottinum ef eldvarnirnar eru í lagi.

Óvenju margir brunar það sem af er ári

Sex hafa látist í eldsvoðum hér á landi það sem af er ári, og hafa ekki verið fleiri dauðsföll vegna bruna í yfir fjörutíu ár, en undanfarin tíu ár hafa að meðaltali einn til tveir einstaklingar látist í brunum hér á landi. Í október höfðu slökkvilið farið í yfir tvö hundruð brunaútköll á árinu og enn eftir tveir þeir mánuðir sem oftast kviknar í út frá kertum. Margir hugsa vel um brunavarnir og jafnvel halda brunaæfingar á heimilinu samanber að ef kviknar í þá á hver heimilismaður sitt slökkvitæki og fer strax að sínu tæki við æfingu. Það eru hins vegar og margir sem hugsa „það kemur aldrei neitt fyrir hjá mér“.

Nálin verður að vera á græna, ef ekki, fara með tækið í skoðun strax.

Verður að láta fara yfir slökkvitæki árlega?

Já og aftur já. Slökkvitæki geta lekið þrýstingi og þegar á að grípa til þeirra er enginn þrýstingur til að sprauta léttvatninu eða duftinu á eldinn, en á öllum slökkvitækjum er mælir efst á tækinu sem sýnir þrýstinginn. Ef þrýstingurinn er ekki á græna bilinu þarf að láta slökkvitækjaverkstæði yfirfara tækið eða að gera það samkvæmt límmiða sem er utan á tækinu sem segir hvenær næst skuli yfirfara tækið. Reykskynjarar ganga flestir fyrir rafhlöðu sem þarf að skipta um árlega (margir hafa ákveðinn dag á ári sem þeir skipta um rafhlöður í reykskynjurum, veit til þess að það er Þorláksmessukvöld hjá nokkrum sem ég þekki).

Hér er eitthvað komið fram yfir skoðun.

Slökkvitæki hafa margsinnis sannað gildi sitt og bjargað frá stórtjóni

Á öllum bensínstöðvum eru slökkvitæki og það kom sér vel fyrir vörubílstjóra sem átti leið framhjá N1 Lækjargötu og það kviknaði í bílnum við bensínstöðina. Það vildi til að ég var staddur þar og sá í hvað stefndi. Án hugsunar tók ég þriggja kílóa dufttæki sem var við bensíndælurnar og náði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom nokkrum mínútum seinna og kældi bílinn niður. Þessi bíll ók sjálfur í burtu nánast óskemmdur. Björgunargildi slökkvitækja kynntist Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal í Hrútafirði, sem er með lítið tveggja kílóa slökkvitæki utan á dráttarvélinni sinni. Hann var að rúlla hey þegar hann fann brunalykt, neisti hafði farið í þurrt heyið og kveikt í rúlluvélinni hjá honum. Þótt slökkvitækið sé ekki stórt þá bjargaði það bæði rúlluvélinni og dráttarvélinni að hans mati. Að vera með slökkvitæki á góðum stað utan á dráttarvél er alveg spurning um hvort ekki sé ástæða hjá tryggingafélagi viðkomandi að gefa auka afslátt á tryggingum fyrir hugulsemi og forvarnarvinnu. Að hugsa í forvörnum á þann hátt að hugsanlega gæti kviknað í hjá mér þá segi ég sem er búinn að slökkva eld áður en stórtjón varð með litlu slökkvitæki. Það sem kom fyrir mig getur líka komið fyrir þig, en endilega vertu viðbúinn þegar það gerist.

Skylt efni: eldvarnir

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...