Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flestar hleðslustöðvar byrja hleðslu hægt og keyra sig svo upp eins og þessar í nýbyggingu í Reykjavík.
Flestar hleðslustöðvar byrja hleðslu hægt og keyra sig svo upp eins og þessar í nýbyggingu í Reykjavík.
Fréttir 26. nóvember 2020

Hversu mikið „bras“ er að eiga rafmagnsbíl og fá hleðslu?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Ég horfði á fyrstu 5 þætti af sjónvarpsþáttaseríu sem nefnast „Long Way Up“ þar sem leikarinn Ewan McGregor og vinur hans Charley Boorman fara á tveim Harley Davidson Livewire rafmagnsmótorhjólum frá syðsta odda SuðurAmeríku upp til Los Angeles. Með þeim var kvikmyndatökulið á tveim nýjum RIVIAN pallbílum sem gengu líka fyrir rafmagni. Vandræði þeirra félaga við að hlaða mótorhjólin og bílana voru hreint með ólíkindum. Þeir slógu út rafmagni á heilu hóteli, vegna þess að ekki var nægilega mikill straumur á rafkerfinu til að hlaða rafknúin ökutæki.  Þá komu upp ýmis önnur vandamál við að hlaða mótorhjólin og rafmagnsbílana sem fylgdu liðinu. 

Við að horfa á þessa þætti datt mér í hug hvernig hleðslumálum væri háttað fyrir fólk sem ferðast um á rafmagnsbílum hér á landi.  

Ef ljósin dofna eða skerpast er það ekki gott fyrir flest rafmagnstæki

Þeir sem hafa átt heima á Vestfjörðum, eða hafa verið þar í nokkurn tíma, kannast við miklar spennusveiflur í rafmagninu, ljós dofna og skerpast á víxl. Sum rafmagnstæki þoldu þetta ekki og entust óeðlilega stutt á Vestfjörðum. Þeir sem eru að nota rafmagnstæki sem taka mikið rafmagn, s.s. hjólsagir, háþrýstidælur, slípirokka eða hitablásara til upphitunar kannast við þessi rafmagnsvandamál, en slík tæki slá stundum út rafmagni þegar þau eru sett í gang. Þetta á líka við um bílahleðslutæki sem fylgja rafmagnsbílum, þau taka það mikið rafmagn að þegar þeim er stungið í samband þá kemur högg á rafkerfið sem getur skemmt önnur rafmagnstæki eins og t.d. hljómtæki og tölvur.

Rafmagnskló sem ofhitnaði inni í rafmagnsdós.

Ljótar sögur um bruna, rafmagnsleysi og hleðsluvandræði

Ef maður fer á leitarsíður til að finna fréttaflutning af bruna við hleðslu á bílum koma margar fréttir upp. Inn á milli eru sögur af lyfturum sem hafa verið í hleðslu og hafa kveikt í. Oftast eru fréttir af brunum sem urðu við hleðsluna og var orsökin oftast mannleg mistök og vanþekking. Of grannar lagnir og mikið álag, raflagnir of veikar fyrir mikla notkun á rafmagni, framlengingarsnúrur notaðar og fleira sem mátti finna þar að. Ferðalangar á rafmagnsbílum hafa lent í ýmsum vandræðum þegar ferðast er um landið. Í flestum bílum fylgir kapall til að hlaða bílinn með því að stinga í samband í venjulega rafmagnskló og stendur á mörgum af þessum köplum að nóg sé að vera með 10 Ampera lögn. Það er kannski nóg ef ekkert annað er á lögninni. Því er best að stinga svona kapli í 16 A lögn og ekki má í neinum tilfellum nota venjulegar framlengingarsnúrur við hleðslu á rafmagnsbílum. Til að hlaða stórar rafhlöður eins og í bílum þarf að gera hlutina rétt og vera með réttar tengingar og búnað.

Bráðnuð rafmagnsdós, hér var stutt í bruna.

Það verður að hlaða bíla með réttu „græjunum“

Ég er ekki mjög fróður um rafmagn, því leitaði ég til tveggja manna sem vita meira um rafmagn. Þórður Aðalsteinsson vinnur við að selja og setja upp Zaptc hleðslustöðvar fyrir N1, en hann fræddi mig um margt. Hleðsla rafbíla er gríðarlega mikið álag miðað við venjulega heimilisnotkun. Það er ekkert heimilistæki sem líkist orkuþörf rafbíls. Rafbíll er að nota á bilinu 712 kWs á dag. Það er jafn mikið og meðalstórt einbýlishús notar á sólarhring. Hættan er nánast engin ef þetta er gert með viðeigandi búnaði sagði Þórður. 

Félagi minn til margra ára, Ásgeir Örn Rúnarsson, hefur oft verið mér hjálpsamur þegar kemur að rafmagni og rafmagnstækjum og svaraði nokkrum spurningum mínum eins og; af hverju slær út rafmagni þegar sett er í samband? 

Hann segir að útsláttaröryggið í töflu þurfi að vera það sem kallað er „tregt öryggi“ eða með DC vörn. 

„Aldrei á að hlaða með mörgum tenglum inn á sömu grein ef um er að ræða 10 eða 16 Ampera greinar,“ sagði Ásgeir. Hann benti mér á vefsíðu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar (á vefsíðunum www.mannvirkjastofnun.is og www.hms.is ) þar sem má fræðast um rafhleðslu á bílum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...