Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta álagi af ferðamennsku.

Umhverfis­, orku­ og loftslags­ráðuneytið hefur gefið út nýja verkefnaáætlun innan landsáætlunar um upp­ byggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og á hún að gilda fram til 2025.

Í skýrslu sem kom út í sumar segir m.a. að með áætluninni sé haldið áfram að takast á við mikla og uppsafnaða þörf fyrir innviðauppbyggingu á svæðum sem búa við álag af völdum ferðamennsku. Jafnfram sé vaxandi þörf á fjármagni til viðhalds og reksturs þeirra innviða sem byggðir hafa verið. Fjárheimild landsáætlunar 2023–2025 nemur samtals tæpum 2,7 milljörðum króna og eru áætluð verkefni 127 talsins á um 82 stöðum.

Eru 56 þeirra ný af nálinni. Sem dæmi um verkefni má nefna fuglaskoðunarhús og fuglasjónauka á nýrri hringleið í Dyrhólaey, hönnun og framkvæmd nýs aðkomusvæðis í Friðlandi að fjallabaki, endurnýjun göngubrúa í Friðlandi Svarfdæla, bætta aðstöðu tjaldsvæða á Hornströndum og brú yfir Staðará, fyrsta áfanga eldaskála í Hallormsstaðarskógi og hönnun gönguleiðar og útsýnispalls að Svartafossi í Skaftafelli. Þá á að fara í aðgerðir til verndar minjum að Örlygsstöðum í Skagafirði, svo fátt eitt sé nefnt.

Talið er að fylgjast þurfi sérstak­lega með auknu álagi á eftirfarandi staði sem ekki njóta friðlýsingar: Flatey (vesturhluta, utan friðlands), Hjörleifshöfða, Glym, Kirkjufells­foss, Skála á Langanesi, Brúarfoss, Sólheimajökul og hluta Reykjanes­fólkvangs.

Skylt efni: náttúruvernd

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...