Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Cornelis Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum, fjallaði um kolefnisbindingu og lífrænan áburð.
Cornelis Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum, fjallaði um kolefnisbindingu og lífrænan áburð.
Mynd / Skjámyndir
Fréttir 19. nóvember 2020

Ísland hefur mikla sérstöðu í lífrænt vottuðum landbúnaði

Höfundur: smh

Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið var haldið með fjarfundarfyrirkomulagi.

Cornelis Aart Meijles er umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum. Hann ræddi aðallega um mikilvægi þess að koma hinu mikla magni af lífrænum úrgangi, sem ekki er nýtt í dag, inn í hringrásina.

Hann lagði upp með þá staðreynd að Ísland hefði mikla sérstöðu í lífrænum landbúnaði því þar eru verðmæti sköpuð úr öllum auðlindum landsins; villtri náttúru og líffjölbreytileika, jarðvegi, köldu og heitu vatni, grænni raforku, kolsýru, menningu og þekkingu.

Hins vegar vantar að hans sögn heimafengin næringarefni sem hráefni, áburðarefnin og lífrænan úrgang  sem er undirstöðuáburður fyrir lífræna ræktun. 

Cornelis segir að með því að binda koltvísýring í lífmassa og koma honum fyrir í jarðvegi, megi binda meira kolefni varanlega sem „húmus“ í jarðvegi (sem inniheldur lífverur eins og bakteríur, örverur, sveppi og orma). Eitt prósent meira húmus þýðir 70 tonna meiri koltvísýringsbindingu á hektara. Það séu einmitt mjög góðir möguleikar í lífrænni ræktun, með nýtingu á lífrænum úrgangi, að auka þetta húmus og binda meira kolefni. Síðan nefndi hann nokkur dæmi um það hvernig binda mætti meira kolefni; til dæmis í skógrækt og jarðvegi.

– Sjá nánar á bls. 26-27 í nýju Bændablaði

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...