Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ólafur Ragnar Grímsson veitti Ban Ki-moon Arctic Circle-verðlaun samtakanna í fyrsta sinn, fyrir þá forystu sem hann hefur tekið í loftslagsmálum.
Ólafur Ragnar Grímsson veitti Ban Ki-moon Arctic Circle-verðlaun samtakanna í fyrsta sinn, fyrir þá forystu sem hann hefur tekið í loftslagsmálum.
Mynd / Arctic Circle
Fréttir 27. október 2016

Ísland orðið leiðandi í alþjóða-umræðunni um norðurslóðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Yfir tvö þúsund fulltrúar frá 50 ríkjum tóku þátt í ráðstefnu Arctic Circle sem haldin var í Hörpunni í Reykjavík 7–9. október. Yfir 90 fundir voru haldnir á ráðstefnunni þar sem flutt voru um 400 erindi um öll möguleg mál er varða framtíð norðurslóða m.a. í ljósi loftslagsbreytinga.  
 
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er frumkvöðullinn að stofnun þessara samtaka, eða viðræðuvettvangs, og er hann jafnframt formaður Arctic Circle. Er Arctic Circle ætlað að glíma við þau vandamál sem steðja að norðurslóðum. Er þetta þegar orðinn helsti vettvangur umræðu og samstarfs um framtíð norðurheimskautssvæðisins.  
 
Stofnað 2013
 
Stofnfundur Arctic Circle var haldinn í Reykjavík 2013 þar sem mættir voru 1.200 fulltrúar frá 35 löndum. Yfir 1.500 fulltrúar frá 40 ríkjum mættu á ráðstefnu samtakanna í Reykjavík 2014 þar sem  Sauli Niinistö,  forseti Finnlands, var aðal ræðumaður. Á ráðstefnu sem haldin var í Hörpu í október 2015 mættu yfir 2.000 fulltrúar frá 50 ríkjum og var François Hollande, forseti Frakklands, aðal ræðumaður. 
Á ráðstefnunni 2016, sem fram fór í Reykjavík 7.–9. október sl., voru mættir yfir 2.000 fulltrúar frá  um 50 löndum. Aðal ræðumaður við setningu ráðstefnunnar var Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, eða „First Minister“, eins og embættið heitir innan breska samveldisins. 
 
Ban Ki-moon veitt verðlaun Arctic Circle
 
Á meðal þátttakenda var Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Veitti Ólafur Ragnar Grímsson Ban Ki-moon Arctic Circle-verðlaun samtakanna í fyrsta sinn og fyrir þá forystu sem hann hefur tekið í loftslagsmálum. Var viðurkenningarskjalið sem aðalritarinn fékk bundið inn í kápu sem klædd var laxaroði.
 
Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu að Ban hafi sýnt ótrúlega stjórnvisku, hugrekki og framtíðarsýn, þrátt fyrir þá miklu andstöðu sem loftslagsmálin hafi mætt þegar hann tók við framkvæmdastjórastöðu SÞ á sínum tíma. Sagði hann einnig að tilefnið fyrir afhendingu þessara verðlauna hafi verið að heiðra Ban Ki-moon fyrir framlag hans til Parísar-samkomulagsins svokallaða. Fékk aðalritarinn einnig afhent glerlistaverk eftir Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur. 
 
Sagði Ban Ki-moon í ræðu sinni að þjóðarleiðtogar ættu skilið að deila þessum verðlaunum með honum. Parísar-samkomulagið hefði verið bylting en nú væri það stjórnmálamannanna að efna þau loforð sem þar voru gefin og styðja við bakið á þróunarríkjunum til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. 
 
Mikilvæg samtök á alþjóðavísu
 
Athygli vekur hversu ótrúlega vel hefur tekist til að skapa Arctic Circle virðingarsess í alþjóðasamfélaginu ef marka má alla þá háttsettu fulltrúa fyrirtækja, háskóla, ríkja og alþjóðastofnana sem sóttu ráðstefnuna í Reykjavík að þessu sinni. Vöktu ræðumenn m.a. athygli á mikilvægi Arctic Circle sem alþjóðlegs vettvangs til að fylgja eftir málum eins og samþykktum sem gerðar voru á COP21 loftslagsráðstefnunni í París. 
 
Umræðufundir um norðurslóðir
 
Á vegum Arctic Circle hafa verið haldnir þrír umræðufundir um málefni norðurslóða. Fyrstu fundirnir voru í Alaska og Singapúr  2015. Aðallega var þar rætt um flutninga og hafnir á norðurslóðum og aðkomu Asíuríkja að Norðurheimskautssvæðunum og hafsvæðum er því tengjast. Þriðji fundurinn var haldinn í Nuuk á Grænlandi þar sem var fjallað um efnahagsleg áhrif þróunarinnar fyrir fólk á heimskautssvæðinu. Fjórði umræðufundur Arctic Circle verður svo haldinn í Québec í Kanada í desember næstkomandi. Þar verður fjallað um sjálfbæra þróun á norðurslóðum. 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...