Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Ísak Aron Jóhannsson einbeittir að störfum í gær.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Ísak Aron Jóhannsson einbeittir að störfum í gær.
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 18. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið fékk aftur gull á Ólympíuleikunum í matreiðslu í gær

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið vann aftur til gullverðlauna á á Ólympíuleikum í matreiðslu í Stuttgart í Þýskalandi í gær, þegar keppt var í heita matnum (hot kitchen).

Íslenska landsliðið hefur því fengið tvenn gullverðlaun út úr báðum keppnum sínum, en það fékk líka gull fyrir flokkinn Chef´s table frá því á laugardaginn.

Er nú beðið tilkynningarinnar á morgun um það hvaða lið stendur uppi með flest heildarstigin út úr keppnunum tveimur, en það lið verður krýnt Ólympíumeistarar kokkalandsliða. Íslenska liðið er í vænlegri stöðu þar sem einungis sænska landsliðið hefur einnig fengið gullverðlaun út úr báðum keppnum.

Í gær var eldað frá grunni á keppnisstað, samkvæmt þriggja rétta matseðli fyrir 110 manns. Íslenskt hráefni var þar í aðalhlutverki; meðal annars íslensk bleikja, íslenskt lamb og skyr.

Heildarúrslitin verða tilkynnt í fyrramálið, en nánari upplýsingar um stöðuna í landsliðskeppninni má finna á vef keppninnar.

Kokkalandsliðið skálar eftir seinni keppnisdaginn í gær.

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...