Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenska kokkalandsliðið fékk gullverðlaun í gær á Ólympíuleikum í matreiðslu
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 17. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið fékk gullverðlaun í gær á Ólympíuleikum í matreiðslu

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið keppir þessa dagana á Ólympíuleikum í matreiðslu í Stuttgart í Þýskalandi og fékk gullverðlaun fyrir frammistöðuna á fyrri keppnisdeginum á laugardaginn, þegar keppt var í flokknum Chef´s table. Seinni keppnisdagurinn er í dag og þá er keppt í heita matnum (hot kitchen).

Gefin eru gull-, silfur- og bronsverðlaun samkvæmt stigaútreikningi og af þeim 28 landsliðum sem taka þátt fengu þrjú gullverðlaun í gær; Ísland, Þýskaland og Svíþjóð. Skotland og Pólland fengu silfur og Ungverjaland og Portúgal brons.

Íslenskt lamb í boði íslenska kokkalandsliðsins. Mynd / Facebook-síðan Kokkalandsliðið

Íslenskt hráefni

Í gær var fyrirkomulagið með þeim hætti að fram­reiddur var sjö rétta hátíðar­kvöld­verður fyr­ir tíu manna borð, og tvo dóm­ara að auki. Í reglunum var gert ráð fyrir að kvöld­verður­inn stæði saman af fisk­réttafati, pinna­mat, veg­an-rétti, lamba­kjöti og desert. Á hráefnislista íslenska liðsins var talsvert af íslensku hráefni; meðal annars hörpuskel, gæs, reykt ýsa, bleikja, wasabi, lamb og skyr.

Dóm­ar­ar taka mið af bragði, út­liti, sam­setn­ingu, hrá­efn­is­vali og fag­mennsku við und­ir­bún­ing og mat­reiðslu.

Eldað í dag fyrir 110 manns

Í keppn­inni í dag verður eldað frá grunni á keppnisstað, samkvæmt þriggja rétta matseðill fyrir 110 manns.

Fylgjast má með framvindunni í dag hjá íslenska landsliðinu í beinni útsendingu í gegnum vef keppninnar.

Áætlað er að matreiðslu verði lokið um klukkan 18 að íslenskum tíma.

Eftirtaldir matreiðslumeistarar skipa íslenska kokkalandsliðið: Sig­ur­jón Bragi Geirs­son, Björn Bragi Braga­son, Fann­ey Dóra Sig­ur­jóns­dótt­ir, Krist­inn Gísli Jóns­son, Snorri Victor Gylfa­son, Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson, Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir, Ísak Darri Þor­steins­son, Jakob Zari­oh Sifjar­son Bald­vins­son, Ísak Aron Ernu­son og Chi­dapha Krua­sa­eng.

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...