Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenska kokkalandsliðið fékk gullverðlaun í gær á Ólympíuleikum í matreiðslu
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 17. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið fékk gullverðlaun í gær á Ólympíuleikum í matreiðslu

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið keppir þessa dagana á Ólympíuleikum í matreiðslu í Stuttgart í Þýskalandi og fékk gullverðlaun fyrir frammistöðuna á fyrri keppnisdeginum á laugardaginn, þegar keppt var í flokknum Chef´s table. Seinni keppnisdagurinn er í dag og þá er keppt í heita matnum (hot kitchen).

Gefin eru gull-, silfur- og bronsverðlaun samkvæmt stigaútreikningi og af þeim 28 landsliðum sem taka þátt fengu þrjú gullverðlaun í gær; Ísland, Þýskaland og Svíþjóð. Skotland og Pólland fengu silfur og Ungverjaland og Portúgal brons.

Íslenskt lamb í boði íslenska kokkalandsliðsins. Mynd / Facebook-síðan Kokkalandsliðið

Íslenskt hráefni

Í gær var fyrirkomulagið með þeim hætti að fram­reiddur var sjö rétta hátíðar­kvöld­verður fyr­ir tíu manna borð, og tvo dóm­ara að auki. Í reglunum var gert ráð fyrir að kvöld­verður­inn stæði saman af fisk­réttafati, pinna­mat, veg­an-rétti, lamba­kjöti og desert. Á hráefnislista íslenska liðsins var talsvert af íslensku hráefni; meðal annars hörpuskel, gæs, reykt ýsa, bleikja, wasabi, lamb og skyr.

Dóm­ar­ar taka mið af bragði, út­liti, sam­setn­ingu, hrá­efn­is­vali og fag­mennsku við und­ir­bún­ing og mat­reiðslu.

Eldað í dag fyrir 110 manns

Í keppn­inni í dag verður eldað frá grunni á keppnisstað, samkvæmt þriggja rétta matseðill fyrir 110 manns.

Fylgjast má með framvindunni í dag hjá íslenska landsliðinu í beinni útsendingu í gegnum vef keppninnar.

Áætlað er að matreiðslu verði lokið um klukkan 18 að íslenskum tíma.

Eftirtaldir matreiðslumeistarar skipa íslenska kokkalandsliðið: Sig­ur­jón Bragi Geirs­son, Björn Bragi Braga­son, Fann­ey Dóra Sig­ur­jóns­dótt­ir, Krist­inn Gísli Jóns­son, Snorri Victor Gylfa­son, Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson, Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir, Ísak Darri Þor­steins­son, Jakob Zari­oh Sifjar­son Bald­vins­son, Ísak Aron Ernu­son og Chi­dapha Krua­sa­eng.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...