Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Auðunn Hermannson og Ágúst Þór Jónsson, fulltrúar MS, taka við aðalverðlaunum sýningarinnar frá Karen Hækkerup, landbúnaðarráðherra Danmerkur og Steen Nørgaard Madsen, formanni samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði í Danmörku.
Auðunn Hermannson og Ágúst Þór Jónsson, fulltrúar MS, taka við aðalverðlaunum sýningarinnar frá Karen Hækkerup, landbúnaðarráðherra Danmerkur og Steen Nørgaard Madsen, formanni samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði í Danmörku.
Fréttir 6. október 2017

Íslenskt skyr í fararbroddi meðal alþjóðlegra mjólkurvara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ísey skyr með bökuðum eplum vann heiðursverðlaun í skyrflokknum á matvælasýningunni International Food Contest sem haldin er í Herning í Danmörku dagana 3.-5. október. Ísey skyr með bökuðum eplum hlaut einkunnina 14,68 en hæsta mögulega einkunn er 15.

Í framhaldinu var Ísey skyr tilnefnt í flokknum Besta mjólkurvaran í flokki neysluvara (International Food Contest – Konsum kategori) og sigraði þann flokk með glæsibrag. Þetta er í annað sinn sem íslensk vara hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun en Mjólkursamsalan vann þau síðast fyrir Kókómjólk árið 2012.

„Það er í raun ótrúlegt að lítið mjólkursamlag eins og MS Selfossi geti unnið flokkinn tvisvar sinnum,“ sagði Auðunn Hermannsson, verkefnastjóri MS þegar hann veitti verðlaununum móttöku og var hann einstaklega ánægður að í þetta sinn var það íslenska skyrið sem vann. „Ísey skyr er sú vara sem við leggjum mesta áherslu á og flytjum það nú þegar út til fimm landa á borð við England og Írland. Til viðbótar erum við með sérstaka sérleyfissamninga við t.d. Danmörku, Noreg og Bandaríkin og erum í samningaviðræðum við fleiri áhugasama aðila um allan heim svo það er stór plús að við skyldum vinna hér í dag,“ bætir Auðunn við.

Gengi mjólkurvara frá MS í keppninni hefur alla tíða verið gott og er óhætt að segja að eigendur og starfsmenn fyrirtækisins séu stoltir af árangrinum, en ekki síður af því fagfólki sem íslenskur mjólkuriðnaður býr yfir. Til viðbótar vann íslenska skyrið til sjö annarra verðlauna í skyrflokknum en sá flokkur er stærsti einstaki flokkurinn í keppninni og meðal helstu keppinauta þar er skyr frá Arla.
 

Skylt efni: Skyr | verðlaun | Danmörk

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...