Julio Cesar Gutierrez sigraði Gullklippurnar
Gullklippurnar, keppni í rúningi, fór fram á Kex Hostel í Reykjavík um síðustu helgi. Sú nýbreytni var við keppnina að þessu sinni að viðurkenndur dómari frá Skotlandi, Gavin Stevens, kom og dæmdi rúninginn eftir alþjóðlegum reglum.
Meðal keppenda voru núverandi Íslandsmeistari Hafliði Sævarsson, Julio Cesar frá Úrúgvæ, Gavin Stevens frá Skotlandi og Englendingurinn Foulty Bush. Sauðfé er frá Hraðastöðum í Mosfellsdal.
Sigurvegari að þessu sinni var Julio Cesar Gutierrez en hann sigraði keppnina einnig á síðasta ári.