Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Áætlað er að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og slátur- úrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.
Áætlað er að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og slátur- úrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 10. nóvember 2023

Kanna fýsileika lífkolaframleiðslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændasamtök Íslands fengu nýverið 15 milljóna króna styrk úr Loftslagssjóði vegna verkefnis sem felst í fýsileikagreiningu á framleiðslu á lífkolum úr lífrænum úrgangi.

Í lýsingu á verkefninu kemur fram að með banni á urðun á lífrænum úrgangi á Íslandi, frá síðustu áramótum, skapist ákveðin vandamál við að koma tilteknum lífrænum úrgangi í viðunandi farveg; eins og til dæmis dýrahræjum og sláturúrgangi. Markmið verkefnisins verði að skoða hvort fýsilegt sé að hagnýta nýja tækni hér á landi til framleiðslu á lífkolum; sem hefði þann tvíþætta tilgang að koma þessum úrgangi í umhverfisvænan farveg og binda auk þess kolefni í orkusjálfbæru ferli sem veldur engri losun gróðurhúsalofttegunda.

Aðferðir sem eru hagnýttar í Evrópu

Bændasamtök Íslands horfa til aðferða sem hafa verið hagnýttar á meginlandi Evrópu. Þær felast í brennslu á lífrænu efni í sérhæfðum brennsluofni í loftfirrtum bruna. Engin losun er úr þessu ferli, en afurðirnar eru lífkol, sem hægt er að nota sem áburð, blanda þeim í húsdýra- og gæludýrafóður eða jafnvel íblöndunarefni í byggingariðnaði.

Í verkefnalýsingu kemur ennvfremur fram að nýleg riðusmittilfelli í Miðfirði hafi afhjúpað brýna þörf fyrir fleiri brennsluofna í landinu sem væri hægt að nota þegar aðstæður krefðust þess að dýrahræ séu brennd. Á þeim tíma, þegar farga þurfti hræjunum í Miðfirði, hafi eini brennsluofninn verið óstarfhæfur og því hafi þurft að urða riðusýkt fé sem hefði verið óviðunandi niðurstaða.

Leita verður betri leiða til förgunar

Í greinargerð með verkefninu segir að til að metnaðarfull markmið Íslands í loftslagsmálum nái fram að ganga verði að leita nýrra lausna og betri leiða til að farga dýrahræjum og sláturúrgangi, en nú sé gert. Þetta verkefni sé liður í því.

Áætlað er, að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og sláturúrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...