Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kapla-, geita- og sauðamjólk
Fréttir 27. júní 2016

Kapla-, geita- og sauðamjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þann 1. júní síðastliðinn tók gildi breyting á lögum um matvæli nr. 93/1995 sem gerði framleiðslu á starfsleyfisskylda kapla-, geita- og sauðamjólk til jafns við kúamjólk.

Breytingin var gerð að ósk Matvælastofnunar og stafar af vaxandi áhuga hjá einstökum bændum á að vinna sauðamjólk, meðal annars til ísgerðar. Gildandi lög voru þannig að framleiðsla kúamjólkur var starfsleyfisskyld en ekki framleiðsla sauðamjólkur. Byggðist það á því að sauðfjárrækt og hrossarækt er einungis tilkynningarskyld til Matvælastofnunar en þarfnast ekki sérstaks starfsleyfis, enda þau ákvæði ekki sett með mjólkurframleiðslu í huga.

Lögunum hefur verið breytt á þann veg að framleiðsla á kapla-, geita- og sauðamjólk er einnig orðin starfsleyfisskyld og framleiðsla á henni þar af leiðandi óheimil nema starfsleyfi liggi fyrir.  Það gildir jafnt um allar tegundir mjólkur að hún er viðkvæm frá örverufræðilegu sjónarmiði og fellur jafnframt undir almenna reglugerð um mjólkurvörur nr. 851/2012.

Hér er því á ferðinni samræming reglna á sviði mjólkurframleiðslu sem er ætlað að tryggja matvælaöryggi. 

Skylt efni: geitur | merar | Sauðfé

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...