Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kapla-, geita- og sauðamjólk
Fréttir 27. júní 2016

Kapla-, geita- og sauðamjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þann 1. júní síðastliðinn tók gildi breyting á lögum um matvæli nr. 93/1995 sem gerði framleiðslu á starfsleyfisskylda kapla-, geita- og sauðamjólk til jafns við kúamjólk.

Breytingin var gerð að ósk Matvælastofnunar og stafar af vaxandi áhuga hjá einstökum bændum á að vinna sauðamjólk, meðal annars til ísgerðar. Gildandi lög voru þannig að framleiðsla kúamjólkur var starfsleyfisskyld en ekki framleiðsla sauðamjólkur. Byggðist það á því að sauðfjárrækt og hrossarækt er einungis tilkynningarskyld til Matvælastofnunar en þarfnast ekki sérstaks starfsleyfis, enda þau ákvæði ekki sett með mjólkurframleiðslu í huga.

Lögunum hefur verið breytt á þann veg að framleiðsla á kapla-, geita- og sauðamjólk er einnig orðin starfsleyfisskyld og framleiðsla á henni þar af leiðandi óheimil nema starfsleyfi liggi fyrir.  Það gildir jafnt um allar tegundir mjólkur að hún er viðkvæm frá örverufræðilegu sjónarmiði og fellur jafnframt undir almenna reglugerð um mjólkurvörur nr. 851/2012.

Hér er því á ferðinni samræming reglna á sviði mjólkurframleiðslu sem er ætlað að tryggja matvælaöryggi. 

Skylt efni: geitur | merar | Sauðfé

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...