Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Plantað í sandinn. Á innfelldu myndinni er verið að bjástra við eins konar vökvunarhólk.
Plantað í sandinn. Á innfelldu myndinni er verið að bjástra við eins konar vökvunarhólk.
Fréttir 12. desember 2017

Kínverjar breyta eyðimörk í ræktarland

Kínverjar gera nú tilraunir með að breyta eyðimerkursandi í ræktarland fyrir nytjaplöntur, eins og sólblóm, korn, tómata og sorghum korn. Planið var að breyta 200 hekturum af sandi í ræktarland á 6 mánuðum. 
 
Vísindamenn hafa valið sandeyðimörk í Innri-Mongólu í norðanverðu Kína fyrir þessa tilraun. Komust þeir að því að þrátt fyrir auðnina uxu í sandinum yfir 70 tegundir af ýmiss konar jurtum án nokkurra afskipta mannsins. 
 
Búið að planta í skipulegan gróðurreit í sandinum.
 
Lykillinn að því að þetta heppnist er tækni sem þróuð hefur verið hjá Shanxi Datong-háskólanum (SDU). Þar bjuggu vísindamenn til kvoðu sem myndast annars á náttúrulegan hátt innan í stilkum jurta. Með því að blanda kvoðunni við sand getur blandan dregið til sín og haldið vatni, næringarefni og súrefni. 
Kostnaðurinn við að framleiða efnið og vélar sem til þarf svo hefja megi ræktun í sandi er að mati vísindamannanna minni en kostnaður við að stunda umhverfisvæna akuryrkju við eðlilegar aðstæður. 
 
Samkvæmt frétt CCTN um málið í september hugðust Kínverjar nú í haust rækta upp 200 hektara sandauðn. Vonast er til að hægt verði að rækta upp 13 þúsund hektara til viðbótar innan örfárra ára. Þá reikna menn með að einnig sé hægt með þessari tækni að endurlífga um 50% af hnignandi skógum í Kína. 
 
Ekki kemur þó fram í fréttinni hvernig menn hyggjast fæða safnholurnar með vatni, sem bora þarf í sandinn og fá þannig vatn fyrir fyrrnefnda kvoðu og jurtirnar sem rækta á. 
 
Í fréttinni sést m.a. hvernig menn bora holur í sandinn með dráttarvélarbor. Niður í holurnar fara svo sérstakir hólkar sem virðast vera í líkingu við sjálfvökvandi blómsturpotta og vörn til að vatnið gufi ekki upp. Þar sést maður láta renna úr vatnsslöngu  í slíkan hólk á tilraunasvæði. Hvaðan vatnið á svo að koma  inni í miðri eyðimörk er ekki skýrt frekar í frétt CCTN. Aðferðin þykir samt lofa góðu. – Vissulega stórmerk tíðindi ef hægt er að breyta eyðimörkum í ræktarland með sjálfbærum hætti og án þess að ganga á grunnvatn svæðisins.
 
Kínverjar áætla að hægt sé að endurheimta um 50% af hnignandi skóglendi í landinu með sömu aðferðum. 
 

Skylt efni: eyðimörk | ræktarland

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...