Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Plantað í sandinn. Á innfelldu myndinni er verið að bjástra við eins konar vökvunarhólk.
Plantað í sandinn. Á innfelldu myndinni er verið að bjástra við eins konar vökvunarhólk.
Fréttir 12. desember 2017

Kínverjar breyta eyðimörk í ræktarland

Kínverjar gera nú tilraunir með að breyta eyðimerkursandi í ræktarland fyrir nytjaplöntur, eins og sólblóm, korn, tómata og sorghum korn. Planið var að breyta 200 hekturum af sandi í ræktarland á 6 mánuðum. 
 
Vísindamenn hafa valið sandeyðimörk í Innri-Mongólu í norðanverðu Kína fyrir þessa tilraun. Komust þeir að því að þrátt fyrir auðnina uxu í sandinum yfir 70 tegundir af ýmiss konar jurtum án nokkurra afskipta mannsins. 
 
Búið að planta í skipulegan gróðurreit í sandinum.
 
Lykillinn að því að þetta heppnist er tækni sem þróuð hefur verið hjá Shanxi Datong-háskólanum (SDU). Þar bjuggu vísindamenn til kvoðu sem myndast annars á náttúrulegan hátt innan í stilkum jurta. Með því að blanda kvoðunni við sand getur blandan dregið til sín og haldið vatni, næringarefni og súrefni. 
Kostnaðurinn við að framleiða efnið og vélar sem til þarf svo hefja megi ræktun í sandi er að mati vísindamannanna minni en kostnaður við að stunda umhverfisvæna akuryrkju við eðlilegar aðstæður. 
 
Samkvæmt frétt CCTN um málið í september hugðust Kínverjar nú í haust rækta upp 200 hektara sandauðn. Vonast er til að hægt verði að rækta upp 13 þúsund hektara til viðbótar innan örfárra ára. Þá reikna menn með að einnig sé hægt með þessari tækni að endurlífga um 50% af hnignandi skógum í Kína. 
 
Ekki kemur þó fram í fréttinni hvernig menn hyggjast fæða safnholurnar með vatni, sem bora þarf í sandinn og fá þannig vatn fyrir fyrrnefnda kvoðu og jurtirnar sem rækta á. 
 
Í fréttinni sést m.a. hvernig menn bora holur í sandinn með dráttarvélarbor. Niður í holurnar fara svo sérstakir hólkar sem virðast vera í líkingu við sjálfvökvandi blómsturpotta og vörn til að vatnið gufi ekki upp. Þar sést maður láta renna úr vatnsslöngu  í slíkan hólk á tilraunasvæði. Hvaðan vatnið á svo að koma  inni í miðri eyðimörk er ekki skýrt frekar í frétt CCTN. Aðferðin þykir samt lofa góðu. – Vissulega stórmerk tíðindi ef hægt er að breyta eyðimörkum í ræktarland með sjálfbærum hætti og án þess að ganga á grunnvatn svæðisins.
 
Kínverjar áætla að hægt sé að endurheimta um 50% af hnignandi skóglendi í landinu með sömu aðferðum. 
 

Skylt efni: eyðimörk | ræktarland

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...