Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, Andreas Jacobsen, Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, Andreas Jacobsen, Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins.
Mynd / Golli
Fréttir 19. júní 2020

Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían fá 40 milljóna króna styrk

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, samdi í dag við Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían um 40 milljóna króna fjárframlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu.

Í samningnum er kveðið á um að framlagið greiðist á tveimur árum.  

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er haft eftir Kristjáni Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að íslenskir matreiðslumeistarar hafi verið óþreytandi í að kynna gæði íslensks hráefnis á erlendri grundu og hafa verið í fremstu röð í keppnismatreiðslu. 

„Það er tímabært að styðja vel við bakið á þeim og með þessum samningi verður hægt að lyfta íslenskri keppnismatreiðslu og renna enn betri stoðum undir íslenska matarmenningu. Það er einnig mikilvægt að skapa fyrirmyndir og gera fagið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, stuðla að framþróun og nýsköpun,“ segir Kristján Þór.

„Með samningnum er Klúbbi matreiðslumeistara og Íslensku Bocuse d‘Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grund og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að efla vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum. Klúbbur matreiðslumanna og Bocuse d´Or Akademían taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum fyrir hönd Íslands og mun styrkurinn standa straum af þeim kostnaði og er keppendum falið að vekja athygli á íslensku hráefnim,“ segir í tilkynningunni.

Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, segir af sama tilefni:

„Þetta er stór áfangi fyrir íslenska keppnismatreiðslu og mun skapa betra starfsumhverfi fyrir hana, íslenska kokkalandsliðið og Íslensku Bocuse d´Or Akademíuna. Með samningnum er keppnismatreiðslu gefið aukið vægi sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matarmenningu hérlendis.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...