Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, Andreas Jacobsen, Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, Andreas Jacobsen, Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins.
Mynd / Golli
Fréttir 19. júní 2020

Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían fá 40 milljóna króna styrk

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, samdi í dag við Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían um 40 milljóna króna fjárframlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu.

Í samningnum er kveðið á um að framlagið greiðist á tveimur árum.  

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er haft eftir Kristjáni Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að íslenskir matreiðslumeistarar hafi verið óþreytandi í að kynna gæði íslensks hráefnis á erlendri grundu og hafa verið í fremstu röð í keppnismatreiðslu. 

„Það er tímabært að styðja vel við bakið á þeim og með þessum samningi verður hægt að lyfta íslenskri keppnismatreiðslu og renna enn betri stoðum undir íslenska matarmenningu. Það er einnig mikilvægt að skapa fyrirmyndir og gera fagið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, stuðla að framþróun og nýsköpun,“ segir Kristján Þór.

„Með samningnum er Klúbbi matreiðslumeistara og Íslensku Bocuse d‘Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grund og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að efla vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum. Klúbbur matreiðslumanna og Bocuse d´Or Akademían taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum fyrir hönd Íslands og mun styrkurinn standa straum af þeim kostnaði og er keppendum falið að vekja athygli á íslensku hráefnim,“ segir í tilkynningunni.

Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, segir af sama tilefni:

„Þetta er stór áfangi fyrir íslenska keppnismatreiðslu og mun skapa betra starfsumhverfi fyrir hana, íslenska kokkalandsliðið og Íslensku Bocuse d´Or Akademíuna. Með samningnum er keppnismatreiðslu gefið aukið vægi sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matarmenningu hérlendis.“

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...