Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kokkalandsliðið sýnir kalda borðið
Mynd / kokkalandsliðið
Fréttir 7. október 2016

Kokkalandsliðið sýnir kalda borðið

Höfundur: smh

Kokkalandsliðið æfir nú sem kunnugt er stíft fyrir Ólympíuleika í matreiðslu sem fram fara í Þýskalandi í október næstkomandi. Kalda borðið verður til sýnis á morgun í Smáralind.

Í tilkynningu frá kokkalandsliðinu kemur fram að þessi keppni, IKA Culinary Olympics, sé stærsta matreiðslukeppni landsliða í heiminum og jafnframt sú mest krefjandi. Keppnin á sér yfir 100 ára sögu og er haldin á fjögurra ára fresti. Í keppninni mætast margir af færustu kokkum heims frá um 50 löndum. Liðin koma með hluta af hráefni með sér að heiman, auk ýmissa tækja og tóla sem þarf á keppnisstað. Keppt er í tveimur greinum, köldu borði og heitum mat. Það lið sem nær hæstu samanlögðum stigum verður Ólympíumeistari.

„Önnur keppnisgreinin er kalt borð eða Culinary Art Table þar sem sýndir eru yfir 30 réttir. Borðið er sannkallað listaverk þar sem hvert smáatriði hefur verið hugsað í þaula. Liður í æfingarferlinu er að flytja réttina milli staða þannig að þeir haldi fullkomnu útliti sínu enda þurfa þeir að vera til sýnis í margar klukkustundir á keppnisstað,“ segir í tilkynningunni.

Landsmönnum gafst kostur á að skoða kalda borðið þegar því var stillt upp til sýnis í Smáralind síðasta laugardag 1. október. 

Kalda borðið til sýnis

„Eftir viðburðinn í Smáralind var Þráinn Freyr Vigfússon, faglegur framkvæmdastjóri liðsins hæstánæður og sagði það hafi gengið vonum framar að koma kalda borðinu upp. Einnig að það hafi verið frábært og hvetjandi fyrir liðið að finna fyrir áhuga og stuðningi allra sem mættu. Því mun liðið endurtaka leikinn laugardaginn 8. október kl. 12-17,“ segir í tilkynningunni.

Kokkalandsliðið sem hefur æft fyrir keppnina síðustu 18 mánuði er skipað 16 af færustu matreiðslumönnum landsins:

Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon faglegur framkvæmdastjóri, Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði, Björn Bragi Bragason forseti KM/framkvæmdastjórn, Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri, Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Axel Clausen, Garðar Kári Garðarsson, Hrafnkell Sigríðarson, Atli Þór Erlendsson, Sigurður Ágústsson, Georg Arnar Halldórsson og María Shramko.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...