Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Komatsu D155W er fyrsta jarðýtan eða beltaskóflan í heiminum sem gat unnið neðansjávar.
Komatsu D155W er fyrsta jarðýtan eða beltaskóflan í heiminum sem gat unnið neðansjávar.
Fréttir 24. apríl 2019

Komatsu D155W – fyrsta ýtan til að vinna á hafsbotni

Höfundur: H.Kr.
Komatsu D155W er fyrsta jarð­ýtan eða beltaskófla í heimi sem gat unnið á allt að 7 metra dýpi neðansjávar. Ekki þurfti ýtustjóri að sitja í þessari vél íklæddur kafarabúningi, heldur stýrði hann henni með fjar­stýringu úr landi. 
 
D155W leit fyrst dagsins ljós í Osaka í Japan árið 1971 og var seld víða um heim og var m.a. notuð í Japan og gömlu Sovétríkjunum, Tékklandi og Ítalíu. Voru framleiddar 36 slíkar vélar og þar af voru 14 seldar utan Japans. Eru nokkrar þeirra enn í notkun í Japan. Ýmsar útgáfur hafa síðan verið smíðaðar af þessari vél eins og Komatsu D375 sem þótti skipta sköpum við björgunarstörf í kjölfar umbrota í eldfjallinu Fugen á Nagasaki í Japan 1988. Þá hefur Komatsu D85MS m.a. verið notuð við björgunarstörf í Afganistan, Kambódíu og í Angóla. 
 
Var framleiðsla á Komatsu D155W endurvakin 2012 í gömlu verksmiðjunum í Osaka í kjölfar jarðskjálfta og flóða í Japan. Voru slíkar vélar m.a.  notaðar við lagfæringar á undirstöðum Yuriage brúarinnar í mynni Natori árinnar sem rennur í gegnum Natori borg. 
 
Forvitnilegt er að skoða þessa Komatsu jarðýtu þegar litið er til þess vandræðagangs sem verið hefur við að halda Land­eyjahöfn opinni. Í þessari ýtu eð ámokstursskóflu er loftinntak og stýringar einfaldlega leiddar um margra metra loftstokk sem er þá það eina sem stendur upp úr sjó þegar ýtan er við sína vinnu. Líka eru til slík tæki með sandsugur í stað ýtutannar og dæla þá ýmist í tank á tækinu sjálfu eða flytja til stút á samdælurörum á botninum sem liggja síðan upp á land. Hönnun þessara véla er í dag ekki síst knúin áfram af námufyrirtækjum sem leitað hafa leiða til að vinna dýrmæta málma eins og gull og fleira af botni sjávar. 
 
Eflaust naga einhverjir sem komið hafa að hönnun Landeyja­hafnar sig í handarbökin yfir að ekki hafi verið leitað í smiðju Bandaríkjamanna sem höfðu áform um að grafa stórskipahöfn inn í Hólsá sem er neðsti hluti Rangánna. Hugmyndin var að þjónusta risastóran herflugvöll sem áform voru um að gera við Hellu undir stríðslok. 
 
Ástæða þess að Bandaríkjamenn höfðu hug á Rangá fremur en t.d. Þorlákshöfn er sú staðreynd að með því að nýta rennsli hinnar tæru Hólsár þá væri hægt að halda höfninni hreinni af sandi og innsiglingunni þar fyrir framan. Aftur á móti var tekin ákvörðun í stjórnsýslunni um að staðsetja Landeyjahöfn líklega á allra versta stað sem hugsast gat með tilliti til sandburðar við ströndina og óheyrilegs framburðar gosefna þar fast við hliðina úr Markarfljóti. Viðkomandi yfirvöld hafnarmála voru spurð á sínum tíma hvort þeir hafi skoðað hugmyndir Bandaríkjamanna um hafnargerð á svæðinu en svarið var einfalt – NEI. 
 
Til að halda Landeyjahöfn hreinni þarf að dæla stanslaust upp úr henni og úr innsiglingar­rennunni gríðarlegu magni af sandi. Þetta kostar óheyrilegar fjárhæðir og þrátt fyrir alla þessa sanddælingu er talið ógerlegt að halda höfninni opinni allt árið um kring. Í þessa sanddælingu hafa menn notast við sanddæluskip sem reynst hafa misjafnlega vel. Nú er verið að huga að dælum sem stýrt er úr landi, en áfram mun þetta vera líkt og að moka sandi í botnlausa fötu. Áform um að veita hluta Markarfljóts í gegnum höfnina eða vatni úr Álum til að búa til mótvægi við þrýsting og sandburð frá hafinu hefur enn ekki hlotið hljómgrunn í kerfinu.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...