Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nokkrar framleiðslulotur af avókadó í Bónus og Hagkaup hafa verið innkallaðar.
Nokkrar framleiðslulotur af avókadó í Bónus og Hagkaup hafa verið innkallaðar.
Mynd / Eddie Pipocas
Fréttir 7. júlí 2023

Avókadó innkallað

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun varar við neyslu á avókadó frá vörumerkinu Avocado Hass, sem Bananar ehf. flytja inn frá Perú.

Hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði (RASFF) sendi íslenskum yfirvöldum tilkynningu um of mikið magn kadmíum í nokkrum framleiðslulotum. Bananar ehf. og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa unnið saman að innköllun varanna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá MAST. Þær vörur sem um ræðir eru avókadó í neti, avókadó í lausu og 2pack avókadó sem selt er í gegnum Bónus og Hagkaup um allt land, ásamt ýmsum stóreldhúsum. Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur: LOT 25G og LOT 26B (24-03).

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að farga henni eða skila til Banana ehf. í Korngörðum gegn endurgreiðslu.

Á Vísindavefnum kemur fram að kadmíum hafi ekki þekkt hlutverk í lífverum og geti haft eitrunaráhrif í litlu magni. Kadmíum skemmir meðal annars nýru og lungu, veikir beinin og getur verið krabbameinsvaldandi. Kadmíum telst til þungmálma sem safnast fyrir í lífverum og gróðri og berast upp fæðukeðjuna.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...