Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Þór Júlíusson fundar með Vytenis Andriukaitis, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins (ESB) á sviði heilbrigðis og matvæla.
Kristján Þór Júlíusson fundar með Vytenis Andriukaitis, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins (ESB) á sviði heilbrigðis og matvæla.
Mynd / Stjórnarráðið
Fréttir 29. mars 2019

Kristján Þór kynnti kröfur um innflutt alifuglakjöt fyrir ESB

Höfundur: smh

Á vef Stjórnarráðs Íslands (stjornarradid.is) er greint frá fundi sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra átti í gær með Vytenis Andriukaitis, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins (ESB) á sviði heilbrigðis og matvæla. Meðal fundarefna var að kynna kröfur Íslands um innflutt alifuglakjöt sem verða í frumvarpi um innflutning á ófrystu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum til Íslands.

Megintilgangur fundarins var að ræða stöðu mála varðandi frumvarp ráðherra og dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að núgildandi leyfisveitingakerfi og frystiskylda brjóti gegn skuldbindingum Íslands gagnvart EES-samningnum.

Sömu kröfur til innflutts og innlendrar framleiðslu

„Kristján Þór vísaði á fundinum til þess að frumvarp um að afnema leyfisveitingakerfið hefði verið lagt fram á Alþingi. Þá gerði hann grein fyrir þeim ráðstöfunum sem íslensk stjórnvöld munu grípa til samhliða afnámi leyfisveitingakerfisins, m.a. þá kröfu að innflutt alifuglakjöt fullnægi sömu kröfum og gerð hefur verið til innlendrar framleiðslu undanfarna tvo áratugi. Í þeirri kröfu felist að framleiðandi/innflytjandi sýni fram á með vottorði eða öðrum hætti að ómeðhöndlað alifuglakjöt sé ekki mengað af kampýlóbakter. Með þessu ætli íslensk stjórnvöld að tryggja sterka stöðu Íslands þegar kemur að vörnum gegn kampýlóbakter-sýkingum.

Styrkja samstarf Íslands og Evrópusambandsins

Kristján Þór vísaði til þess á fundinum að sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna sé sérlega góð í samanburði við önnur ríki. Jafnframt gerði hann grein fyrir átaki íslenskra stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi sem hófst í febrúar sl. Þá sammæltust Kristján Þór og Vytenis Andriukaitis um að styrkja samstarf Íslands og Evrópusambandsins varðandi aðgerðir gegn bæði kampýlóbakter og sýklalyfjaónæmum bakteríum.

Kristján Þór fundaði einnig með fulltrúm frá Eftirlitsstofnun EFTA um fyrrgreint frumvarp og kynnti þær ráðstafanir sem gripið verður til,“ segir á vef Stjórnarráðsins.

Skynjaði skilning á stöðu Íslands

Haft er eftir Kristjáni Þór að hann hafi skynjað skilning á stöðu Íslands á fundunum. „Það hefur verið forgangsverkefni stjórnvalda í þessu máli að standa við alþjóðlegar skuldbindingar en á sama tíma að tryggja öryggi matvæla og dýraheilbrigði. Það er jafnframt mikilvægt að gera Evrópusambandinu og Eftirlitsstofnun EFTA grein fyrir þeim ráðstöfunum sem við ætlum að grípa til, enda allra hagur að við getum átt uppbyggilegt samstarf um farsæla lausn þessa máls.“

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...