Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lækkun vegna verri afkomu í sölu og vinnslu nautakjöts
Mynd / BBL
Fréttir 18. júní 2018

Lækkun vegna verri afkomu í sölu og vinnslu nautakjöts

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ný verðskrá samkvæmt EUROP mati hefur verið birt á vef Norðlenska. Um er að ræða verulega breytingu á uppbyggingu verðskrár frá því sem var enda hefur fjöldi matsflokka aukist mjög.
 
Sú verðskrá sem nú fellur úr gildi var gefin út seint í apríl í fyrra.
 
Harðnandi samkeppni við innflutt kjöt
 
Frá því að síðasta verðskrá var sett fram hafa ýmsar breytingar orðið á markaði fyrir nautakjöt en samkeppni hefur harðnað umtalsvert á þessu rúma ári, ekki síst samkeppni við innflutt kjöt. Afleiðingin hefur verið sú að afkoma af sölu og vinnslu nautakjöts hefur verið að falla á tímabilinu og ekki hefur tekist að koma kostnaðarhækkunum út í afurðaverð í þeim mæli sem þyrfti til að geta viðhaldið verði til bænda.  
 
Hin nýja verðskrá felur því í sér lækkun á meðalverði til innleggjenda, en vegna hins nýja mats þá er það breytilegt milli bænda, eftir mati innleggs, hveru mikil lækkunin er. 
Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...