Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lágt verð að sliga mjólkurframleiðendur á Bretlandseyjum
Fréttir 15. janúar 2015

Lágt verð að sliga mjólkurframleiðendur á Bretlandseyjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afurðaverð til mjólkurbænda á Bretlandseyjum er orðið svo lágt að það stendur vart undir kostnaði. Kúabændum hefur fækkað um helming á síðasta áratug. Framleiðendur segja að með sama áframhaldi verði ekki hægt að tryggja áframhaldandi mjólkurframleiðslu í landinu.

Ekki er nóg með að kúabændur á Bretlandseyjum hafi þurft að þola rúmlega þriðjungs lækkun á verði, úr tæpum 65 í tæplega 40 íslenskar krónur fyrir mjólkurlítra á einu ári því í ofanálag eru mjólkursamlög þar í landi farin að draga þá á greiðslum. Helsta ástæða lækkunarinnar og tafa á greiðslum er sífellt harðnandi verðstríð stórmarkaða. Á sama tíma og verð til bænda hefur lækkað hefur verð á fóðri og öðrum nauðsynjum til framleiðslunnar verið að hækka um allt að 50%.

Vatn í flöskum dýrara en mjólk

Mjólk er viðkvæmari vara en flestar aðrar og sölutími hennar takmarkaður við fáa daga. Verð á lítra af mjólk í stórmörkuðum er lægra en sama magn af vatni, sama er reyndar upp á teningnum hér á landi, og undir framleiðsluverði hjá bændum sem reka meðalstór bú.

Framleiðslukostnaður á mjólkurlítra í Bretlandi er áætlaður í dag vera um 36% hærri en fyrir áratug.

Kúabændum fækkar

Fjöldi kúabænda á Bretlandseyjum er kominn undir tíu þúsund og hefur þeim fækkað um helming frá árinu 2002. Eina ástæða þess að margir bændur eru enn starfandi er að þeir njóta framleiðslustyrkja frá Evrópusambandinu en á móti kemur að kaupendur mjólkurinnar nota vitneskju um styrkina til að ná verðinu niður.

Verksmiðjubúum fjölgar

Í kjölfar fækkunar bænda hafa mjólkurbúin sem eftir standa stækkað og færst nær því að vera sjálfvirk verksmiðjubú með fleiri hundruð gripi. Hætt er að hleypa kúnum á beit og þær í staðinn fóðraðar á mjöli og fóðurbæti. Auk þess sem lyfjanotkun er mun algengari á verksmiðjubúum en litlum fjölskyldubúum. 

Aðrir úrræðagóðir kúabændur hafa gripið til þess ráðs að selja mjólk milliliðalaust til neytenda og jafnvel keyra hana heim að dyrum í mjólkurflöskum. Viðleitninni hefur verið vel tekið hjá mörgum sem styðja vilja bændurna og fá mjólk beint frá býli þrátt fyrir að verðið sé hærra en í stórmörkuðum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...