Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landbúnaður og ofnýting auðlinda skaðlegri  líffræðilegum fjölbreytileika en hlýnun jarðar
Fréttir 9. ágúst 2018

Landbúnaður og ofnýting auðlinda skaðlegri líffræðilegum fjölbreytileika en hlýnun jarðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í niðurstöðu rannsóknar sem birt var í Nature segir að líffræðilegum fjölbreytileika í heimunum stafi mun meiri ógn af landbúnaði, of- og ólöglegri nýtingu á villtum plöntum og dýrum en hlýnun jarðar.

Í Nature segir að í umræðunni um hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sé of mikið gert úr hlut hlýnunar jarðar og litið framhjá aðalsökudólgnum sem er landbúnaður og nytjar á villtum plöntum og dýrum eins og skógarhögg og fiskveiðar.

Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir að í dag stafi um 75% dýra- og plöntutegunda í heiminum hætta af landbúnaði og ofnýtingu en 17% af völdum hlýnunar jarðar. Á sama tíma stafar villtum dýrum og plöntum einnig ógn af útbreiðslu borga og samgöngumannvirkja, ágangi ferðamanna, námu- og gasvinnslu. 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...