Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fulleldisstöð Landeldis hf., sem nú er í smíðum vestan við Þorlákshöfn, en þar hyggst fyrirtækið ala 33.500 tonn af laxi á ári þegar fullri framleiðslu er náð.
Fulleldisstöð Landeldis hf., sem nú er í smíðum vestan við Þorlákshöfn, en þar hyggst fyrirtækið ala 33.500 tonn af laxi á ári þegar fullri framleiðslu er náð.
Mynd / Landeldi hf.
Fréttir 11. júlí 2022

Landeldi í örum vexti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nýlega stofnuðu þau fimm fyrirtæki sem stunda þauleldi fisks á landi samtökin Eldís, Landeldissamtök Íslands.

Við stofnun samtakanna var jafnframt undirrituð viljayfirlýsing milli þeirra og Bændasamtaka Íslands þess efnis að sameiginlega muni þau vinna að framgangi á fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu.

Rúnar Þór Þórarinsson.

Rúnar Þór Þórarinsson, stjórnandi sjálfbærni og nýsköpunar hjá Landeldi hf., er stjórnarformaður hinna nýstofnuðu samtaka, Eldís, en auk Landeldis ehf. eiga Samherji, Geo Salmo, Matorka og ILFS í Vestmannaeyjum aðild að samtökunum.

Áform um framleiðslu á 131.500 tonnum af landöldum laxi

Rúnar segir umfang landeldis hér á landi vera í örum vexti.

„Samherji rekur eldisstöð í Öxarfirði þar sem áherslan er á áframeldi á laxi og bleikju, en þar að auki rekur Samherji bleikjueldi á landi í Grindavík og við Vatnsleysuströnd. Fyrirtækið áformar enn fremur að stórauka framleiðsluna á laxi með uppbyggingu sinni á Reykjanesi, svonefndum Auðlindagarði. Áformar Samherji að auka þannig framleiðslu sína á landöldum laxi upp í 45.000 tonn á ári.

Landeldi hf. hóf á árinu 2020 framkvæmdir á lóð sinni vestan við Þorlákshöfn, þar sem félagið hyggst ala lax á landi. Landeldi náði nýverið þeim áfanga að setja fyrstu laxaseiði í fulleldisker á staðnum, og þar eru nú um 370.000 laxar allt upp í 1400 grömm að þyngd. Að auki er Landeldi með 1,4 milljón seiða í seiðastöð sinni í Öxnalæk við Hveragerði. Landeldi hyggst ala 33.500 tonn af laxi á ári þegar fullri framleiðslu er náð í landeldisstöð sinni við Laxabraut í Þorlákshöfn.

Laxar í landeldiskeri.

Við hlið þeirrar stöðvar mun rísa landeldisstöð Geo Salmo, þar sem áform eru uppi um að ala 24.000 tonn af laxi á ársgrundvelli. Enn fremur eru Icelandic Land Farmed Salmon með landeldisstöð í Vestmannaeyjum í smíðum og hyggjast þar ala 9.000 tonn af laxi á ári. Jafnframt má nefna Fiskeldi Ölfuss, sem eru í leyfisferli en hafa tryggt sér landsvæði við Þorlákshöfn og stefna á 20.000 tonna ársframleiðslu af laxi.

Saman tekið eru því 131.500 tonn af landöldum laxi á ársgrundvelli við sjóndeildarhringinn hjá þessum fimm landeldisfélögum. Langmest eru uppbyggingaráformin hvað landeldi varðar á Suðurlandi og Reykjanesi,“ segir Rúnar og bætir við að til samanburðar hafi heildarmagn þess lax sem slátrað var úr sjókvíum við Ísland árið 2021 verið alls 44.500 tonn. Nam útflutningsverðmæti þessa rúmum 20 milljörðum króna á síðasta ári.

„Meðal þeirra landeldisfélaga sem rækta annað en lax er Matorka, einn stofnaðila Eldís, ræktaraðili regnbogasilungs við Grindavík sem hyggjur á stækkun og eflingu eldisins. Klausturbleikja er einnig gróið fyrirtæki sem hefur verið lengi að og svo eru smærri en afar spennandi vaxtarbroddar í dýrmætu landeldi eins og Sæbýli sem elur sæeyru og Hið íslenska styrjufélag,“ segir Rúnar.

Tillögum spretthóps fundinn farvegur

Með viljayfirlýsingu og samstarfi Eldís og BÍ er stefnt að því að fá hagaðila að verkefninu, greina fýsileika þess að fullvinna lífrænan úrgang til áburðarframleiðslu, sækja um styrki og þróa umgjörð og tæknilausnir.

„Lífrænn úrgangur og hliðarafurðir eru orðnar enn mikilvægari auðlindir en áður til áburðarnotkunar í ljósi mikilla hækkana á innfluttum, tilbúnum áburði. Hlutverk BÍ og Eldís næstu mánuði verður að vinna að sameiginlegri umsókn í samkeppnissjóði á sviði loftslags- og umhverfismála á grundvelli þeirrar hugmyndafræði að með innlendri endurnýtingu á lífrænum efnum sem falla til við landbúnað og landeldi sé hægt að framleiða áburð sem mætir þörfum innanlandsmarkaðar og þannig stuðla að aukinni sjálfbærni í íslenskum landbúnaði,“ segir í sameiginlegri tilkynningu félaganna. Með samstarfsverkefninu sé hafin ein af þeim framtíðaraðgerðum sem lögð var til í spretthópi matvælaráðherra.

Unnið að heimtingu fiskimykju

Seiðeldisstöð Landeldis hf. að Öxnalæk hefur verið endurnýjuð með endurheimt fiskimykju í huga.

„Heimtur hráefnisins hefjast þar, í réttu flæðimagni úr tankinum í réttar tromlur. Þetta er þekkt og eðlileg leið og mikilvægt að gera hana rétt, en Landeldi hefur hannað fjölda aukaaðferða til að auka söfnunina frá kari til tromlu. Landeldi hefur tekið næstu skref og skrifað undir samning við norska fyrirtækið Blue Ocean Technology um að smíða og byggja fyrsta hluta áframvinnslustöðvar sem forvinnur hráefnið enn frekar áður en það fer í áburðarvinnsluna,“ segir Rúnar, en fræðslugrein hans um landeldi má lesa í blaðinu.

Skylt efni: þauleldi | landeldi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...