Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Landssamtök sauðfjárbænda sameinast Bændasamtökum Íslands
Mynd / Bbl
Fréttir 23. apríl 2021

Landssamtök sauðfjárbænda sameinast Bændasamtökum Íslands

Höfundur: smh

Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem haldinn var með fjarfundarfyrirkomulagi 19. – 20. apríl, var samþykkt að sameinast Bændasamtökum Íslands og tekur sameiningin gildi 1. júlí næstkomandi. Var tillaga um sameiningu samþykkt með 37 atkvæðum gegn tveimur mótatkvæðum. Tveir fulltrúar sátu hjá. LS verður þó ekki slitið.

Á vef LS er markmið sameiningarinnar sagt vera að ná fram aukinni skilvirkni og eflingu hagsmunagæslu fyrir íslenskan landbúnað.  Sjóðir og eignir LS munu áfram verða í eigu samtakanna en öll starfsemi færist undir búgreinadeild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands.

Á fundinum var boðað til framhaldsaðalfundar með dagskrá þegar samkomutakmarkanir leyfa slíkt. Þar er ætlunin að ganga frá breytingum á samþykktum vegna fyrirhugaðra breytinga og ljúka almennum aðalfundastörfum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...