Lífræn framleiðsla eykst í löndum ESB
Frá árinu 2012 til 2019 var 46% aukning í landsvæði í löndum Evrópusambandsins sem nýtt eru til lífrænnar ræktunar. Þetta sýna nýlegar tölur frá Eurostat.
Inni í þessum tölum er landsvæði sem nú þegar er vottað lífrænt ásamt svæðum sem fengu vottun undir lok tímabilsins. Austurríki, Eistland og Sviss voru þau lönd árið 2019 sem voru með stærst landsvæði fyrir lífræna ræktun. Innan vébanda Evrópusambandsins er nú markmið að 25% af landsvæðum innan þess verði nýtt til lífrænnar ræktunar innan ársins 2030. Í lok árs 2019 var 8,5% af landi fyrir lífræna ræktun í Evrópusambandinu.