Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lífræn ræktun ekki endilega betri
Fréttir 13. janúar 2015

Lífræn ræktun ekki endilega betri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar sagði í erindi á ráðstefnu um landbúnaðarmál fyrir skömmu að lífræn ræktun þyrfti ekki alltaf að vera betri en ræktun þar sem notaðar væru erfðabreyttar plöntur, illgresis – og skordýraeitur og tilbúinn áburður.

Máli sínu til stuðnings sagði ráðgjafinn, Krebs lávarður, að lífræn ræktun kallaði á meiri landnotkun en tæknivædd þar sem uppstera á hektara væri minni en í lífrænni ræktun. Hann sagði að með auknum mannfjölda þurfi sífellt meira land til ræktunnar og afrakstur ræktunarinnar skipti því miklu máli, sérstaklega á svæðum þar sem ræktunarland er takmarkað. Ráðgjafinn benti á að því minna land sem brotið væri til ræktunnar þinn minna losnaði af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið.

Talið er að um 10% gróðurhúsalofttegunda sem fara út í andrúmsloftið á ári séu vegna landbúnaðar og að það magn aukist í hvert skipti sem nýtt land er brotið undir ræktun.

Krebs sagði einnig að ekkert benti til að lífrænt ræktuð matvæli væru næringarríkari en matur ræktaður með tæknivæddum aðferðum og að þeir sem versluðu lífrænt ræktuð matvæli væru að fá minna fyrir peninginn en þeir sem versluðu marvæli úr tæknivæddri ræktum.
 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...