Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lífræn ræktun ekki endilega betri
Fréttir 13. janúar 2015

Lífræn ræktun ekki endilega betri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar sagði í erindi á ráðstefnu um landbúnaðarmál fyrir skömmu að lífræn ræktun þyrfti ekki alltaf að vera betri en ræktun þar sem notaðar væru erfðabreyttar plöntur, illgresis – og skordýraeitur og tilbúinn áburður.

Máli sínu til stuðnings sagði ráðgjafinn, Krebs lávarður, að lífræn ræktun kallaði á meiri landnotkun en tæknivædd þar sem uppstera á hektara væri minni en í lífrænni ræktun. Hann sagði að með auknum mannfjölda þurfi sífellt meira land til ræktunnar og afrakstur ræktunarinnar skipti því miklu máli, sérstaklega á svæðum þar sem ræktunarland er takmarkað. Ráðgjafinn benti á að því minna land sem brotið væri til ræktunnar þinn minna losnaði af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið.

Talið er að um 10% gróðurhúsalofttegunda sem fara út í andrúmsloftið á ári séu vegna landbúnaðar og að það magn aukist í hvert skipti sem nýtt land er brotið undir ræktun.

Krebs sagði einnig að ekkert benti til að lífrænt ræktuð matvæli væru næringarríkari en matur ræktaður með tæknivæddum aðferðum og að þeir sem versluðu lífrænt ræktuð matvæli væru að fá minna fyrir peninginn en þeir sem versluðu marvæli úr tæknivæddri ræktum.
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...