Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Massey Ferguson á Suðurpólinn
Fréttir 2. janúar 2015

Massey Ferguson á Suðurpólinn

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Ferð Massey Ferguson á Suðurpólinn, sem fjallað var um í Bændablaðinu 6. nóvember, gekk vonum framar og eftirfarandi tilkynning frá hópnum barst hinn 9. desember:

„Klukkan er 2:30 að morgni 9. desember. Eftir 17 daga ferðalag og 2.500 kílómetra akstur erum við núna stödd við röndóttu súluna sem markar sjálfan Suðurpólinn. Það er ótrúlegt á að horfa, en á Suðurpólnum stendur núna rauð Massey Ferguson dráttarvél! Við erum í skýjunum yfir að hafa náð markmiði okkar og þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að ná hingað.“ 

Skiptust á að keyra í 23 tíma á sólarhring

Hugmyndina að ferðinni átti Manon Ossevoort sem ók vélinni. Hana hafði lengi dreymt um að aka á dráttarvél „á enda heimsins“. Þessi 38 ára leikkona hafði áður lagt að baki um 38 þúsund kílómetra á dráttarvél, frá heimili sínu í Hollandi þvert yfir Evrópu og Afríku. Með hjálp Massey Ferguson tókst henni nú að ljúka þessum lokalegg ferðarinnar.

Leiðin á Suðurpólinn var mjög erfið. Leiðangursmenn óku dráttarvélinni í 23 klukkustundir í senn og stoppuðu aðeins stutta stund til að sinna viðhaldi og skipta um ökumann áður en lagt var í hann aftur. Dráttarvélin og bílarnir sem henni fylgja hafa því í raun verið í gangi stanslaust frá því að leiðangurinn lagði af stað frá Novo á strönd Suðurskautslandsins þann 23. nóvember síðastliðinn. Á leiðinni á Suðurpólinn var ekið yfir svæði sem voru mjög erfið yfirferðar, til dæmi mikil sprungusvæði. Kuldinn fór mest í 56 stiga frost og á tímabili duttu öll fjarskipti út vegna sólstorms.

Arctic Trucks skipulagði ferðina á Suðurpólinn

Í símaviðtali við Guðmund Guðjónsson, verkefnisstjóra Suðurskautsverkefna hjá Arctic Trucks, sagði hann að ferðin hefði gengið nánast án bilana og óhappa, en í upphafi ferðarinnar þegar frostið var sem mest hrukku í sundur boltar í fjöðrunarbúnaðinum á húsinu í dráttarvélinni.

Stoppað var í sólarhring á Suðurpólnum þar til haldið var til baka sömu leið, og er gert ráð fyrir að enn fljótlegra verði að keyra til baka í hjólförunum eftir dráttarvélina og bílana.  Dráttarvélinni til halds og trausts eru tvær AT44 6X6 Arctic Trucks bifreiðar.

Skylt efni: Tæki

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...