Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Meirihluti vill ekki heimila innflutning á fersku kjöti
Mynd / BBL
Fréttir 8. apríl 2019

Meirihluti vill ekki heimila innflutning á fersku kjöti

Höfundur: smh

MMR birti í dag niðurstöður úr könnun á skoðun Íslendinga á innflutningi á fersku kjöti frá löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar kemur fram að 55 prósent fólksins sem tók afstöðu er andvígt slíkum innflutningi, en 27 prósent er honum fylgjandi.

Könnunin var gerð dagana 11.-14. mars 2019. Alls kváðust 38% aðspurðra mjög andvíg því að slíkur innflutningur verði heimilaður, 18% kváðust frekar andvíg, Hvorki fylgjandi né andvíg sögðust 17 prósent vera, 15 prósent frekar fylgjandi og 12 prósent mjög fylgjandi.

„Karlar (37%) reyndust líklegri en konur (17%) til að segjast fylgjandi því að innflutningur á fersku kjöti frá löndum af Evrópska Efnahagssvæðinu verði heimilaður en 63% kvenna kváðust andvígar slíkum innflutningi, samanborið við 48% karla. Andstaða gegn innflutningi jókst með auknum aldri en 70% svarenda á aldrinum 68 ára og eldri kváðust frekar eða mjög andvígir því að innflutningur verði heimilaður, samanborið við 52% þeirra 18-29 ára og 49% þeirra 30-49 ára. Stuðningur við innflutning reyndist mestur á meðal svarenda á aldrinum 30-49 ára (34%) en minnstur hjá þeim 18-29 ára (20%).

Þá reyndust svarendur búsettir á landsbyggðinni líklegri til að segjast andvígir innflutningi á fersku kjöti (69%) heldur en íbúar höfuðborgarsvæðisins (47%) en yfir helmingur landsbyggðarbúa kvaðst mjög andvígur (55%). Svarendur af höfuðborgarsvæðinu reyndust hins vegar líklegri til að segjast fylgjandi því að innflutningur verði heimilaður (33%) heldur en þeir af landsbyggðinni (17%),“ segir í frétt á vef MMR.

Í úrtaki voru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Alls svöruðu 1.025 einstaklingar spurningum MMR.

 

 

Mynd / MMR

 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...