Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mest flutt inn frá Úkraínu og Brasilíu
Fréttir 20. febrúar 2023

Mest flutt inn frá Úkraínu og Brasilíu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Heildarvirði landbúnaðarafurða sem flutt voru til ríkja Evrópusambandsins í október 2022 var 15,7 milljarðar evra, sem er þrjú prósent aukning frá fyrri mánuði.

Skýrist þetta af hækkuðu verði á sojamjöli, repjufræjum, hveiti og sólblómaolíu. Sambandið flutti út landbúnaðarvörur fyrir 20,7 milljarða evra á sama tíma, sem er samdráttur um 1,2 prósent milli mánaða. Þetta kemur fram í skýrslu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út í lok síðasta mánaðar.

Samdráttur var á útflutningi sem skýrist helst á minni sölu á sterku víni, ostum og ystingi. Þriggja prósenta virðisaukning var á útflutningi til Kína sem vegur að hluta til upp á móti þriggja prósenta niðursveiflu á sölu til Bandaríkjanna og tveggja prósenta minnkun til Bretlands. Þrátt fyrir þennan samdrátt í október er heildarútflutningur Evrópusambandsins árið 2022 til Bretlands og Bandaríkjanna meiri en nokkru sinni fyrr.

Flestar af þeim landbúnaðarafurðum sem fluttar eru til ESB eru upprunnar í Brasilíu og Úkraínu. Samdráttur var samt sem áður um 17 prósent á flutningi varnings frá fyrrnefnda landinu, á meðan það síðarnefnda naut 25 prósenta aukningar. 70 prósent þess sem keypt var frá Úkraínu var maís, sólblómaolía, sólblómafræ og repjufræ. Það land sem er með þriðju mestu hlutdeildina á flutningi landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins er Stóra- Bretland.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...