Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mest flutt inn frá Úkraínu og Brasilíu
Fréttir 20. febrúar 2023

Mest flutt inn frá Úkraínu og Brasilíu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Heildarvirði landbúnaðarafurða sem flutt voru til ríkja Evrópusambandsins í október 2022 var 15,7 milljarðar evra, sem er þrjú prósent aukning frá fyrri mánuði.

Skýrist þetta af hækkuðu verði á sojamjöli, repjufræjum, hveiti og sólblómaolíu. Sambandið flutti út landbúnaðarvörur fyrir 20,7 milljarða evra á sama tíma, sem er samdráttur um 1,2 prósent milli mánaða. Þetta kemur fram í skýrslu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út í lok síðasta mánaðar.

Samdráttur var á útflutningi sem skýrist helst á minni sölu á sterku víni, ostum og ystingi. Þriggja prósenta virðisaukning var á útflutningi til Kína sem vegur að hluta til upp á móti þriggja prósenta niðursveiflu á sölu til Bandaríkjanna og tveggja prósenta minnkun til Bretlands. Þrátt fyrir þennan samdrátt í október er heildarútflutningur Evrópusambandsins árið 2022 til Bretlands og Bandaríkjanna meiri en nokkru sinni fyrr.

Flestar af þeim landbúnaðarafurðum sem fluttar eru til ESB eru upprunnar í Brasilíu og Úkraínu. Samdráttur var samt sem áður um 17 prósent á flutningi varnings frá fyrrnefnda landinu, á meðan það síðarnefnda naut 25 prósenta aukningar. 70 prósent þess sem keypt var frá Úkraínu var maís, sólblómaolía, sólblómafræ og repjufræ. Það land sem er með þriðju mestu hlutdeildina á flutningi landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins er Stóra- Bretland.

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...