Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mest flutt inn frá Úkraínu og Brasilíu
Fréttir 20. febrúar 2023

Mest flutt inn frá Úkraínu og Brasilíu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Heildarvirði landbúnaðarafurða sem flutt voru til ríkja Evrópusambandsins í október 2022 var 15,7 milljarðar evra, sem er þrjú prósent aukning frá fyrri mánuði.

Skýrist þetta af hækkuðu verði á sojamjöli, repjufræjum, hveiti og sólblómaolíu. Sambandið flutti út landbúnaðarvörur fyrir 20,7 milljarða evra á sama tíma, sem er samdráttur um 1,2 prósent milli mánaða. Þetta kemur fram í skýrslu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út í lok síðasta mánaðar.

Samdráttur var á útflutningi sem skýrist helst á minni sölu á sterku víni, ostum og ystingi. Þriggja prósenta virðisaukning var á útflutningi til Kína sem vegur að hluta til upp á móti þriggja prósenta niðursveiflu á sölu til Bandaríkjanna og tveggja prósenta minnkun til Bretlands. Þrátt fyrir þennan samdrátt í október er heildarútflutningur Evrópusambandsins árið 2022 til Bretlands og Bandaríkjanna meiri en nokkru sinni fyrr.

Flestar af þeim landbúnaðarafurðum sem fluttar eru til ESB eru upprunnar í Brasilíu og Úkraínu. Samdráttur var samt sem áður um 17 prósent á flutningi varnings frá fyrrnefnda landinu, á meðan það síðarnefnda naut 25 prósenta aukningar. 70 prósent þess sem keypt var frá Úkraínu var maís, sólblómaolía, sólblómafræ og repjufræ. Það land sem er með þriðju mestu hlutdeildina á flutningi landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins er Stóra- Bretland.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...