Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hálendisþjóðgarður eins og hann er dregin upp á vefsíðunni halendid.is sem 27 samtök standa að. Þar hefur verið safnað yfir 15.700 undirskriftum til stuðnings við stofnun slíks þjóðgarðs.
Hálendisþjóðgarður eins og hann er dregin upp á vefsíðunni halendid.is sem 27 samtök standa að. Þar hefur verið safnað yfir 15.700 undirskriftum til stuðnings við stofnun slíks þjóðgarðs.
Fréttir 17. maí 2019

Miðhálendisþjóðgarður skerðir skipulagsvald sveitarfélaganna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar að nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu óski aðeins eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum slíks þjóðgarðs en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn.
 
Fram kemur í fundargerð byggðarráðs að stofnun og rekstur þjóðgarðs kalli á mikið fjármagn ef vel eigi að standa að málum varðandi uppbyggingu innviða, viðhald m.a. vega, merkinga, fráveitumála og eigna.
 
Útfæra þarf samstarf við heimamenn
 
„Ef þjóðgarður á að geta byggt upp atvinnu og stutt við búsetu á nærsvæðum þjóðgarðs þarf fjármagn að fylgja slíkri fyrirætlan. Einnig ef þjóðgarður á að bjóða upp á aðgengi og möguleika til útivistar, sérstakar aðgerðir gagnvart öryggismálum og vöktun, og að laða að ferðamenn,“ segja Skagfirðingar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs.
 
Útfæra þurfi með skýrum hætti hvernig samstarfi við heimamenn á hverjum stað verði háttað, m.a. hver þeirra réttindi verða til að mynda varðandi nytjarétt, beitarstýringu og veiði. Í umræddum drögum sem nú eru til umsagnar er t.d. aðeins tekið þannig til orða að stefnt sé að því að „viðhalda réttindum sem nú þegar eru tryggð í þjóðlendum, s.s. fyrir sveitarfélög og/eða aðila sem stunda atvinnurekstur“ í stað þess að kveða skýrt á um að þau réttindi haldist.
 
Sporin hræða
 
Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum segir í bókun Skagfirðinga. „Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Sporin hræða í þeim efnum.“
 
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur rétt að áður en lengra er haldið með undirbúning stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu verði hugað að stöðu, hlutverki og vilja sveitarfélaganna til verkefnisins. Jafnframt verði teknar saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist. 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...