Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mikil fækkun mjólkurbúa á heimsvísu
Fréttir 14. nóvember 2016

Mikil fækkun mjólkurbúa á heimsvísu

Höfundur: ehg - Bondebladet
Ný skýrsla frá Mjólkurrannsóknar­tengslanetinu, IFCN, sýnir að fækkun mjólkurbúa í heiminum muni verða umtalsverð til ársins 2025, en í Afríku mun slíkum búum fjölga. 
 
Tengslanetið samanstendur af vísindamönnum innan mjólkurfræða í yfir 90 löndum sem sjá fyrir sér meiri mjólk, fleiri dýr og aukin viðskipti með mjólkurvörur yfir landamæri. 
 
Samkvæmt sérfræðingunum í tengslanetinu mun fjöldi mjólkurbúa í heiminum minnka um 17,5 milljónir fram til ársins 2025 og verða þá 103 milljónir mjólkurbúa í heiminum eftir. Samt sem áður mun þessi þróun ekki ná til alls heimsins því áætlað er að 11 prósenta aukning verði á mjólkurbúum í Afríku á þessu tímabili. Þar að auki verða aukin viðskipti með mjólkurvörur en næstu níu árin munu viðskiptin aukast um 51 prósent og mjólkurframleiðsla mun færast til samkeppnishæfari svæða að mati sérfræðinga IFCN.
 
Þannig sjá sérfræðingarnir fyrir sér að Kína, Afríka og Pakistan muni auka innflutning á mjólkurvörum á meðan lönd innan Evrópusambandsins, Nýja-Sjáland, Hvíta-Rússland og Argentína muni auka útflutning slíkra vara. 
 
Sérfræðingarnir hafa reiknað það út að mjólkurþörf á heimsvísu muni aukast um 25 prósent fram til ársins 2025 en það þýðir að aukningin ein og sér er 8,5 sinnum stærri en öll mjólkurframleiðsla er í dag á Nýja-Sjálandi. Þetta verði afleiðingar af auknum fólksfjölda í heiminum og að mjólkurneysla á hvern íbúa muni aukast í framtíðinni. Þannig verður einum milljarði fleira af fólki árið 2025 sem verða mjólkurneytendur að einhverju marki. Meiri neysla þýðir þó ekki fleiri bú heldur þvert á móti færri mjólkurbú sem hvert og eitt eykur framleiðslu hjá sér. Mjólkurframleiðsla á hverju búi muni aukast um að meðaltali 47 prósent og mjólkurkúm muni fjölga úr 370 milljónum gripa í 405 milljónir. Helmingur af framleiðsluaukningunni er reiknaður með að verði í Suður-Asíu en einnig verður aukning í Evrópu. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...