Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mikil fjölgun ferðamanna
Fréttir 12. janúar 2015

Mikil fjölgun ferðamanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hótel Djúpavík verður 30 ára á næsta ári og miðað við pantanir verða ferðamenn sem heimsækja Árneshrepp aldrei fleiri en á næsta ári.

Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, segir allt gott að frétta úr hreppnum. „Síðasti hótelgesturinn fór í síðustu viku en annars hefur verið talsvert um gesti í allt haust og það sem af er vetri. Það hefur orðið mikil aukning ferðamanna í hreppinn undanfarin ár og miðað við pantanir verða þeir aldrei fleiri en á næsta ári.“

Ekki ákveðið með vetraropnun

Eva og Ási, sem reka Hótel Djúpavík, gáfu út í fyrra að þau ætluðu að sjá til hvort þau ætluðu að hafa hótelið áfram yfir vetrarmánuðina þegar þau væru búin að halda upp á 30 ára afmæli hótelsins.

„Afmælið er á næsta ári en ekkert ákveðið enn með opnunartíma hótelsins. Ég er oddviti hreppsins og verð hér að minnsta kosti út kjörtímabilið sem er þrjú ár til viðbótar.“

Að sögn Evu eru flestir vegir í hreppnum ófærir eins og er en hún gerir ráð fyrir að þeir verði opnaðir á næstu dögum.

„Það eru sex börn í skólanum og skólastarfið gengið vel í vetur. Hreppsnefndin mun á næstu dögum ljúka við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og helstu kostnaðarliðir á henni er viðhald á húsnæði í eigu hreppsins.“

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...