Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikil fjölgun ferðamanna
Fréttir 12. janúar 2015

Mikil fjölgun ferðamanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hótel Djúpavík verður 30 ára á næsta ári og miðað við pantanir verða ferðamenn sem heimsækja Árneshrepp aldrei fleiri en á næsta ári.

Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, segir allt gott að frétta úr hreppnum. „Síðasti hótelgesturinn fór í síðustu viku en annars hefur verið talsvert um gesti í allt haust og það sem af er vetri. Það hefur orðið mikil aukning ferðamanna í hreppinn undanfarin ár og miðað við pantanir verða þeir aldrei fleiri en á næsta ári.“

Ekki ákveðið með vetraropnun

Eva og Ási, sem reka Hótel Djúpavík, gáfu út í fyrra að þau ætluðu að sjá til hvort þau ætluðu að hafa hótelið áfram yfir vetrarmánuðina þegar þau væru búin að halda upp á 30 ára afmæli hótelsins.

„Afmælið er á næsta ári en ekkert ákveðið enn með opnunartíma hótelsins. Ég er oddviti hreppsins og verð hér að minnsta kosti út kjörtímabilið sem er þrjú ár til viðbótar.“

Að sögn Evu eru flestir vegir í hreppnum ófærir eins og er en hún gerir ráð fyrir að þeir verði opnaðir á næstu dögum.

„Það eru sex börn í skólanum og skólastarfið gengið vel í vetur. Hreppsnefndin mun á næstu dögum ljúka við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og helstu kostnaðarliðir á henni er viðhald á húsnæði í eigu hreppsins.“

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...