Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mjólkursamsalan mótmælir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins
Fréttir 8. júlí 2016

Mjólkursamsalan mótmælir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

Mjólkursamsalan ehf. (MS) hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu þar sem segir að MS mótmæli ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu sem birt var í gær.

Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðun eftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkvæmt ákvörðuninni sem birt var í dag er MS gert að greiða 480 m.kr. sekt vegna meintrar misnotkunar MS á markaðsráðandi stöðu.

Um er að ræða endurupptöku Samkeppniseftirlitsins á máli frá árinu 2014 en áfrýjunarnefnd samkeppnismála ógilti fyrri ákvörðun eftirlitsins á grundvelli ónógrar rannsóknar í desember 2014 og felldi sekt úr gildi. Þá er fyrirtækinu einnig gert að sæta nánar tilgreindum skilyrðum í starfsemi sinni er lýtur að sölu á hrámjólk en það er ný ákvörðun eftirlitsins. 

MS hefur ávallt lagt ríka áherslu á að starfa í hvívetna í samræmi við samkeppnislög og eiga með reglubundnum hætti samtal við Samkeppniseftirlitið um markaðsfærslur sínar.

Sem fyrr telur MS að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir eru dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.

Vegna niðurstöðunnar vill MS árétta nokkra þætti í málinu.

1. Samkvæmt ákvörðun löggjafans er hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Markmið þess er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neytendur. Skipulag starfsemi MS og tengdra aðila hefur grundvallast á þessu. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins telur stjórnvaldið að miðlun MS á hrámjólk hafi fallið utan þess samstarfs sem búvörulög heimila. MS telur þá túlkun ekki standast skoðun og mun æðra stjórnvald nú skera úr um þetta álitaefni.

2. Til þess að hægt sé að tala um að fyrirtækjum sé mismunað í viðskiptum, líkt og MS er gert að sök í nefndu máli, verður að vera um að ræða sambærileg viðskipti en með mismunandi kjörum. Um það var ekki að ræða. Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á hrámjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hrámjólkur milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn, allt á grundvelli ákvæða búvörulaga. Þetta telur MS ekki unnt að leggja að jöfnu og því hafi ekki verið um mismunun að ræða. Af þeirri ástæðu telur fyrirtækið ljóst að það braut ekki samkeppnislög.

3. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kveður á um háa sekt, en MS er gert að greiða 440 m.kr. vegna brots gegn 11. gr. samkeppnislaga. Með hliðsjón af atvikum málsins telur MS að fjárhæð sektarinnar sé í engu samræmi við eðli hins meinta brots fyrirtækisins. MS hafði engan ásetning um hið meinta brot. Fyrirtækið hefur ávallt, vegna undanþáguheimildar búvörulaga, lagt ríka áherslu á að starfa í hvívetna í samræmi við samkeppnislög, þegar ákvæði þeirra eiga við, og eiga með reglubundnum hætti samtal við Samkeppniseftirlitið um markaðsfærslur sínar. Hafa ber í huga að með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála, hvar fyrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var ógilt, var staðfest að Samkeppniseftirlitið hafði sjálft ekki gefið samspili búvörulaga og samkeppnislaga nægilega gaum í rannsókn sinni. Hvernig skuli túlka þær undanþágur sem löggjafinn hefur veitt mjólkuriðnaði frá ákvæðum samkeppnislaga hefur því ekki farist Samkeppniseftirlitinu vel úr hendi. Að þessu leyti er augljóst að hin háa sekt er úr hófi.

4. Þá er MS gerð 40 m.kr. sekt vegna meintrar rangrar upplýsingagjafar. Þessu er harðlega mótmælt. Árétta ber að MS hefur hvorki fyrr né síðar leynt nokkrum þeim upplýsingum eða gögnum sem Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir. Í máli þessu var frá öndverðu upplýst um samstarf MS og KS. Afstaða Samkeppniseftirlitsins í hinu fyrra máli var hins vegar sú að samstarf þetta hefði engin áhrif í málinu og því var það ekki rannsakað til hlítar. Þetta staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála með því að ógilda fyrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Ályktanir Samkeppniseftirlitsins um þetta eru því ekki á rökum reistar.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...