Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins, við undirritun samnings.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins, við undirritun samnings.
Mynd / Bbl
Fréttir 11. október 2023

Myndbandagerð um eldhættu í landbúnaði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gefin hafa verið út tvö myndbönd um eldhættu í landbúnaði og ráðstafanir til að draga úr henni.

Bændasamtökin, Eldvarnabandalagið, Brunavarnir Árnessýslu og Landbúnaðarháskóli Íslands stóðu að gerð myndbandanna, sem komin eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Myndböndin eru aðgengileg á Facebook-síðu Bændasamtakanna.

Myndböndin eru hin fyrstu í röð fimm fræðslumyndbanda um eldvarnir í landbúnaði sem samstarfaðilarnir hyggjast gefa út á næstum misserum. 

Unnið er að gerð myndbands um viðvörunarkerfi og síðan verður ráðist í gerð myndbanda um slökkvibúnað, vatnsöflun og loks um kröfur um eldvarnir í landbúnaðarbyggingum.

Í næstu fræðslumyndböndum verður fjallað um afmörkuð efni sem tengjast eldhættu í landbúnaði; rafmagn, logavinnu og vinnuvélar. Þar verður fjallað um mikilvægi þess að vanda frágang á rafbúnaði, kynntar nauðsynlegar varúðarreglur þegar unnið er með opinn eld og verkfæri sem valda neistaflugi.

Þá er fjallað um geymslu vinnuvéla og ráðstafanir til að draga úr hættu á að eldur kvikni í þeim.

Verkefnið er liður í samstarfi Eldvarnabandalagsins og Bændasamtakanna um að efla eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli sem staðið hefur undanfarin tvö ár.

Skylt efni: eldvarnir

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...