Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýja hús Nesbús í Flóanum er grænt á litinn og sést vel frá Suðurlandsveginum. Um 18 þúsund fuglar verða í húsinu, sem munu verpa lífrænt ræktuðum eggjum en Vottunarstofan Tún hefur vottað húsið lífrænt, eins og hitt húsið frá Nesbú, sem er rétt hjá þessu nýja.
Nýja hús Nesbús í Flóanum er grænt á litinn og sést vel frá Suðurlandsveginum. Um 18 þúsund fuglar verða í húsinu, sem munu verpa lífrænt ræktuðum eggjum en Vottunarstofan Tún hefur vottað húsið lífrænt, eins og hitt húsið frá Nesbú, sem er rétt hjá þessu nýja.
Mynd / MHH
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífrænt hænsnahús í Flóahreppi þar sem hænurnar gefa frá sér lífræn egg samkvæmt stöðlum frá Vottunarstofunni Túni.

Búið er með annað lífrænt hús á svæðinu í landi Miklholtshellis, en þar eru 12 þúsund lífrænar hænur. Nýja húsið er rúmlega 2000 m2 með vetrargörðunum þar sem mega vera allt að 18.000 fuglar. „Húsið er ætlað í lífræna eggjaframleiðslu og er nokkuð sérstakt vegna þess að það eru sérstakir vetrargarðar í því, sem eru yfirbyggð svæði þar sem fuglinn getur hlaupið um. Auk þess verða útisvæði þar sem fuglinn getur farið út en það er þó bannað í dag vegna fuglaflensu í villtum fuglum á Íslandi. Græni litur hússins á að vísa í lífræna framleiðslu og að allt sé vænt, sem vel er grænt,“ segir Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbús.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...