Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýja hús Nesbús í Flóanum er grænt á litinn og sést vel frá Suðurlandsveginum. Um 18 þúsund fuglar verða í húsinu, sem munu verpa lífrænt ræktuðum eggjum en Vottunarstofan Tún hefur vottað húsið lífrænt, eins og hitt húsið frá Nesbú, sem er rétt hjá þessu nýja.
Nýja hús Nesbús í Flóanum er grænt á litinn og sést vel frá Suðurlandsveginum. Um 18 þúsund fuglar verða í húsinu, sem munu verpa lífrænt ræktuðum eggjum en Vottunarstofan Tún hefur vottað húsið lífrænt, eins og hitt húsið frá Nesbú, sem er rétt hjá þessu nýja.
Mynd / MHH
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífrænt hænsnahús í Flóahreppi þar sem hænurnar gefa frá sér lífræn egg samkvæmt stöðlum frá Vottunarstofunni Túni.

Búið er með annað lífrænt hús á svæðinu í landi Miklholtshellis, en þar eru 12 þúsund lífrænar hænur. Nýja húsið er rúmlega 2000 m2 með vetrargörðunum þar sem mega vera allt að 18.000 fuglar. „Húsið er ætlað í lífræna eggjaframleiðslu og er nokkuð sérstakt vegna þess að það eru sérstakir vetrargarðar í því, sem eru yfirbyggð svæði þar sem fuglinn getur hlaupið um. Auk þess verða útisvæði þar sem fuglinn getur farið út en það er þó bannað í dag vegna fuglaflensu í villtum fuglum á Íslandi. Græni litur hússins á að vísa í lífræna framleiðslu og að allt sé vænt, sem vel er grænt,“ segir Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbús.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...