Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Norðlenska lækkar dilkaverð um 10% og 38% fyrir fullorðið fé
Fréttir 26. ágúst 2016

Norðlenska lækkar dilkaverð um 10% og 38% fyrir fullorðið fé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Norðlenska hefur ákveðið að lækka verðskrá sauðfjárinnleggs fyrir sláturtíðina 2016 um 10% fyrir dilka og 38% fyrir fullorðið fé. Ástæður lækkunarinnar eru sagðar launahækkanir, slæmar horfur á útflutningsmörkuðum og styrking á gengi krónunnar á sama tíma og vaxtastig hefur haldist mjög hátt. Greint er frá þessu á vef Norðlenska.

Á vef fyrirtækisins segir að afkoma Norðlenska af slátrun og vinnslu sauðfjárafurða hefur verið óviðunandi og verulegt tap myndaðist vegna þessa á rekstarárinu 2015. Heildsöluverð á kjöti hefur ekki hækkað í samræmi við aukinn launakostnað vegna slátrunar og vinnslu.

Horfur á útflutningsmörkuðum fyrir kjöt og aukaafurðir eru neikvæðar um þessar mundir og verðlækkanir yfirvofandi víða. Auk þess rýrir styrking krónunnar verðmætið í krónum talið. Á sama tíma hefur vaxtastig í landinu haldist mjög hátt sem gerir allan birgðakostnað íþyngjandi. Þá er eftirspurn eftir aukaafurðum lítil og verð mjög lág, til að mynda er enn mikið af gærum frá árunum 2014 og 2015 óseldar og verð á görnum, vömbum og öðrum útfluttum sláturvörum hefur lækkað mikið.

Meðal innkaupsverð Norðlenska á dilkum, svokallað bændaverð, hefur hækkað um rúm 42% frá 2010 til 2015. Meðal innkaupsverð á fullorðnu fé hefur á sama tíma hækkað um tæp 44%. Grundvöllur þessara hækkana undanfarinna ára voru ágætar aðstæður á útflutningsmörkuðum. Nú hafa þær aðstæður breyst og verðskrárbreytingar taka mið af því að mati fyrirtækisins.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...