Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Orkugerðin ehf. í Flóahreppi umbreytir sláturúrgangi í kjötmjöl til landgræðslu.
Orkugerðin ehf. í Flóahreppi umbreytir sláturúrgangi í kjötmjöl til landgræðslu.
Mynd / HKr.
Fréttir 12. nóvember 2021

Nú má dreifa kjötmjöli og moltu til 1. desember

Höfundur: smh

Leyft verður að dreifa kjötmjöli og moltu til landgræðslu til 1. desember í ár, en ekki 1. nóvember eins og verið hefur, samkvæmt nýrri reglugerð sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út.

Þannig hefur tíminn verið framlengdur sem má dreifa kjötmjöli og moltu á land sem ætlað er til beitar eða fjölærrar fóðurframleiðslu um einn mánuð, en það verði eftir sem áður friðað til 1. apríl árið eftir.

Í reglugerðinni kemur fram að ekki sé heimilt að bera þessi efni á frosna eða snæviþakta jörð. Þar stendur einnig að umbúðir og fylgiseðlar áburðar úr kjötmjöli og moltu eigi að merkja með eftirfarandi áletrun: „Lífrænn áburður eða jarðvegsbætandi efni – Ef nýta á land til beitar eða fóðurframleiðslu má ekki bera á það moltu eða kjötmjöl síðar en 1. desember árið áður og skal landið þá friðað fyrir beit a.m.k. til 1. apríl. Efnið má plægja niður í flög að vori, sem ætluð eru til nýræktar eða ræktunar einærra fóðurjurta.“ 

Skylt efni: kjötmjöl | Landgræðsla

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...