Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Orkugerðin ehf. í Flóahreppi umbreytir sláturúrgangi í kjötmjöl til landgræðslu.
Orkugerðin ehf. í Flóahreppi umbreytir sláturúrgangi í kjötmjöl til landgræðslu.
Mynd / HKr.
Fréttir 12. nóvember 2021

Nú má dreifa kjötmjöli og moltu til 1. desember

Höfundur: smh

Leyft verður að dreifa kjötmjöli og moltu til landgræðslu til 1. desember í ár, en ekki 1. nóvember eins og verið hefur, samkvæmt nýrri reglugerð sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út.

Þannig hefur tíminn verið framlengdur sem má dreifa kjötmjöli og moltu á land sem ætlað er til beitar eða fjölærrar fóðurframleiðslu um einn mánuð, en það verði eftir sem áður friðað til 1. apríl árið eftir.

Í reglugerðinni kemur fram að ekki sé heimilt að bera þessi efni á frosna eða snæviþakta jörð. Þar stendur einnig að umbúðir og fylgiseðlar áburðar úr kjötmjöli og moltu eigi að merkja með eftirfarandi áletrun: „Lífrænn áburður eða jarðvegsbætandi efni – Ef nýta á land til beitar eða fóðurframleiðslu má ekki bera á það moltu eða kjötmjöl síðar en 1. desember árið áður og skal landið þá friðað fyrir beit a.m.k. til 1. apríl. Efnið má plægja niður í flög að vori, sem ætluð eru til nýræktar eða ræktunar einærra fóðurjurta.“ 

Skylt efni: kjötmjöl | Landgræðsla

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...