Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Orkugerðin ehf. í Flóahreppi umbreytir sláturúrgangi í kjötmjöl til landgræðslu.
Orkugerðin ehf. í Flóahreppi umbreytir sláturúrgangi í kjötmjöl til landgræðslu.
Mynd / HKr.
Fréttir 12. nóvember 2021

Nú má dreifa kjötmjöli og moltu til 1. desember

Höfundur: smh

Leyft verður að dreifa kjötmjöli og moltu til landgræðslu til 1. desember í ár, en ekki 1. nóvember eins og verið hefur, samkvæmt nýrri reglugerð sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út.

Þannig hefur tíminn verið framlengdur sem má dreifa kjötmjöli og moltu á land sem ætlað er til beitar eða fjölærrar fóðurframleiðslu um einn mánuð, en það verði eftir sem áður friðað til 1. apríl árið eftir.

Í reglugerðinni kemur fram að ekki sé heimilt að bera þessi efni á frosna eða snæviþakta jörð. Þar stendur einnig að umbúðir og fylgiseðlar áburðar úr kjötmjöli og moltu eigi að merkja með eftirfarandi áletrun: „Lífrænn áburður eða jarðvegsbætandi efni – Ef nýta á land til beitar eða fóðurframleiðslu má ekki bera á það moltu eða kjötmjöl síðar en 1. desember árið áður og skal landið þá friðað fyrir beit a.m.k. til 1. apríl. Efnið má plægja niður í flög að vori, sem ætluð eru til nýræktar eða ræktunar einærra fóðurjurta.“ 

Skylt efni: kjötmjöl | Landgræðsla

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...