Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Össur Björnsson sölumaður og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Jötuns og Aflvéla.
Össur Björnsson sölumaður og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Jötuns og Aflvéla.
Mynd / TB
Fréttir 11. ágúst 2020

Ný lína frá Massey Ferguson væntanleg til landsins í haust

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á dögunum var ný dráttar­véla­lína frá Massey Ferguson kynnt til sögunnar sem ber heitið 8S. Mikið var um dýrðir í Ferguson-verksmiðjunum í Beauvais í Frakklandi þar sem vélarnar voru kynntar á alheimsfrum­sýningu.
 
Um er að ræða vélar á stærðar­bilinu 200–300 hestöfl. Í þeim er háþróuð gírskipting sem mun gjör­bylta upplifun ökumanns að sögn framleiðenda. Meðal annars er ný sjö þrepa gírskipting í nýju línunni sem kallast Dyna 7.
 
Vélarnar eru búnar einu hljóðlátasta ökumannshúsi á markaðnum en hávaðinn þar inni á ekki að fara yfir 68 desibel. Húsið er slitið frá vélarrýminu sem á bæði að lágmarka titring og hávaða. Heil rúða er að framan og ekkert mælaborð sem skyggir á útsýni ökumanns. 
 
Að sögn þeirra Össurar Björnssonar og Friðriks Inga Friðrikssonar hjá Jötni eru nýju vélarnar væntanlegar með haustinu  hingað til lands en íslenskir bændur verða með þeim fyrstu til að geta keypt vélar úr nýju Ferguson-línunni.
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...