Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Össur Björnsson sölumaður og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Jötuns og Aflvéla.
Össur Björnsson sölumaður og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Jötuns og Aflvéla.
Mynd / TB
Fréttir 11. ágúst 2020

Ný lína frá Massey Ferguson væntanleg til landsins í haust

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á dögunum var ný dráttar­véla­lína frá Massey Ferguson kynnt til sögunnar sem ber heitið 8S. Mikið var um dýrðir í Ferguson-verksmiðjunum í Beauvais í Frakklandi þar sem vélarnar voru kynntar á alheimsfrum­sýningu.
 
Um er að ræða vélar á stærðar­bilinu 200–300 hestöfl. Í þeim er háþróuð gírskipting sem mun gjör­bylta upplifun ökumanns að sögn framleiðenda. Meðal annars er ný sjö þrepa gírskipting í nýju línunni sem kallast Dyna 7.
 
Vélarnar eru búnar einu hljóðlátasta ökumannshúsi á markaðnum en hávaðinn þar inni á ekki að fara yfir 68 desibel. Húsið er slitið frá vélarrýminu sem á bæði að lágmarka titring og hávaða. Heil rúða er að framan og ekkert mælaborð sem skyggir á útsýni ökumanns. 
 
Að sögn þeirra Össurar Björnssonar og Friðriks Inga Friðrikssonar hjá Jötni eru nýju vélarnar væntanlegar með haustinu  hingað til lands en íslenskir bændur verða með þeim fyrstu til að geta keypt vélar úr nýju Ferguson-línunni.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...