Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýjar reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða með búfjárafurðum
Fréttir 9. febrúar 2015

Nýjar reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða með búfjárafurðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hinn 1. mars 2015 taka gildi nýjar reglur Matvælastofnunar um útgáfu heilbrigðisvottorða með sendingum búfjárafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). 

Þessum reglum er ætlað að skipuleggja vinnu við eftirlit og útgáfu vottorða. Tilgangur reglnanna er að gera útgáfuna skilvirka og í samræmi við gildandi löggjöf og alþjóðareglur.
Reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða:

Heilbrigðisvottorð skulu gefin út áður en sending fer frá Íslandi.

Opinbert eftirlit með sendingu skal framkvæmt af Matvælastofnun áður en vottorð er gefið út. Fyrir hverja sendingu skal útflytjandi fylla út hleðslustaðfestingu og senda ásamt fylgigögnum til héraðsdýralæknis viðeigandi umdæmis.

Umsækjandi heilbrigðisvottorðs fyllir út viðeigandi vottorð og sendir rafrænt til Inn- og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar á utflutningur@mast.is. Afgreiðslutími heilbrigðis­vottorða er á virkum dögum og skal vera að minnsta kosti 24 klukkustundir. Umsóknir sem berast fyrir hádegi kl. 8–12 verða afgreiddar kl. 8–12 daginn eftir. Umsóknir sem koma inn kl. 12–16 verða afgreiddar á tímabilinu kl. 13–16 daginn eftir. Styttri afgreiðslutími er mögulegur fyrir ferskar afurðir.

Sendandi (Consignor) í heilbrigðisvottorði skal vera með kennitölu á Íslandi. Aðili með kennitölu á Íslandi getur verið skráður sendandi í heilbrigðisvottorði fyrir hönd erlendra aðila.

Umsækjandi fær afhent eitt frumrit af vottorði og eitt afrit. Eitt afrit er geymt hjá Matvælastofnun. Hægt er að óska eftir fleiri afritum/skönnuðum afritum gegn sérstöku gjaldi.

Tilbúin vottorð verða sett í móttöku á skrifstofu inn- og útflutnings að Stórhöfða 23 í Reykjavík, þar sem hægt verður að nálgast þau eða fá þau send í almennum pósti samkvæmt beiðni.

Kostnaður vegna ofangreinds, þar með talið eftirlit með hleðslu sendingar og útgáfa vottorðs, greiðist af útflytjanda.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...