Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýjar reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða með búfjárafurðum
Fréttir 9. febrúar 2015

Nýjar reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða með búfjárafurðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hinn 1. mars 2015 taka gildi nýjar reglur Matvælastofnunar um útgáfu heilbrigðisvottorða með sendingum búfjárafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). 

Þessum reglum er ætlað að skipuleggja vinnu við eftirlit og útgáfu vottorða. Tilgangur reglnanna er að gera útgáfuna skilvirka og í samræmi við gildandi löggjöf og alþjóðareglur.
Reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða:

Heilbrigðisvottorð skulu gefin út áður en sending fer frá Íslandi.

Opinbert eftirlit með sendingu skal framkvæmt af Matvælastofnun áður en vottorð er gefið út. Fyrir hverja sendingu skal útflytjandi fylla út hleðslustaðfestingu og senda ásamt fylgigögnum til héraðsdýralæknis viðeigandi umdæmis.

Umsækjandi heilbrigðisvottorðs fyllir út viðeigandi vottorð og sendir rafrænt til Inn- og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar á utflutningur@mast.is. Afgreiðslutími heilbrigðis­vottorða er á virkum dögum og skal vera að minnsta kosti 24 klukkustundir. Umsóknir sem berast fyrir hádegi kl. 8–12 verða afgreiddar kl. 8–12 daginn eftir. Umsóknir sem koma inn kl. 12–16 verða afgreiddar á tímabilinu kl. 13–16 daginn eftir. Styttri afgreiðslutími er mögulegur fyrir ferskar afurðir.

Sendandi (Consignor) í heilbrigðisvottorði skal vera með kennitölu á Íslandi. Aðili með kennitölu á Íslandi getur verið skráður sendandi í heilbrigðisvottorði fyrir hönd erlendra aðila.

Umsækjandi fær afhent eitt frumrit af vottorði og eitt afrit. Eitt afrit er geymt hjá Matvælastofnun. Hægt er að óska eftir fleiri afritum/skönnuðum afritum gegn sérstöku gjaldi.

Tilbúin vottorð verða sett í móttöku á skrifstofu inn- og útflutnings að Stórhöfða 23 í Reykjavík, þar sem hægt verður að nálgast þau eða fá þau send í almennum pósti samkvæmt beiðni.

Kostnaður vegna ofangreinds, þar með talið eftirlit með hleðslu sendingar og útgáfa vottorðs, greiðist af útflytjanda.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...