Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samuel Ratcliffe, sonur Jims Ratcliffe, segir að allt landbúnaðarland í eigu Six Rivers eigi að vera nýtt í búrekstur.
Samuel Ratcliffe, sonur Jims Ratcliffe, segir að allt landbúnaðarland í eigu Six Rivers eigi að vera nýtt í búrekstur.
Fréttir 5. maí 2023

Ratcliffe vill hafa jarðir sínar í búrekstri

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Engar annarlega hvatir eða dulinn tilgangur liggur að baki kaupum Jim Ratcliffes á jörðum sem liggja að laxveiðiám á Austurlandi. Sonur hans, Samuel Ratcliffe, segir að markmiðið sé strangheiðarlegt; að stuðla að verndun Atlantshafslaxins sem sé í útrýmingarhættu.

Laxverndarverkefnið Six Rivers stóð fyrir alþjóðlegu málþingi um framtíð Atlantshafslaxins dagana 18. og 19 apríl sl. á Nordica hóteli í Reykjavík. Var þetta í þriðja sinn sem slíkur viðburður var haldinn sem liður í eflingu vísindalegs skilnings á ástæðum hnignunar laxastofnsins og til að innleiða hagnýtar leiðir til verndunar hans. Á dagskrá voru fjölmörg erindi vísindamanna og sérfræðinga um Atlantshafslaxinn sem komu víðs vegar að úr heiminum. Stofnandi Six Rivers og stjórnarformaður þess, sir Jim Ratcliffe, var af því tilefni hér á landi með syni sínum, Samuel, sem situr í stjórn verkefnisins.

„Six Rivers Iceland leggur áherslu á verndun bæði lands og vistkerfis nokkurra áa Norðurausturlands og að styðja viðgang laxastofna þeirra. Verkefnið er metnaðarfullt að umfangi og felur í sér umtalsverða fjárfestingu bæði í beinum verndaraðgerðum og langtímarannsóknum svo staðinn verði vörður um eitt af síðustu svæðunum þar sem Atlantshafslaxinn dafnar,“ segir í tilkynningu um verkefnið, sem er fjármagnað beint af Ratcliffe auk tekna af stangveiðiupplifunum í ánum, þar sem reglan er að öllum veiddum fiski er sleppt aftur.

Sjálfbær verkefni áhrifaríkust

Samuel Ratcliffe er sonur Jims Ratcliffe. Hann segir það krefjandi verkefni að sannfæra fólk um mikilvægi verndunar laxfisksins.

„Atlantshafslaxinn er lykiltegund en fær ekki nóga athygli. Fólk þekkir lax sem mat. Sem slíkur reynist erfiðara að selja hugmyndina um vernd hans í samanburði við til dæmis fíla eða ljón – því það er mun aðgengilegri frásögn. Einmitt vegna þess hve krefjandi verkefnið er þá er það mikilvægt. Hnignun stofnsins er hraður, hann er kominn niður fyrir fimm milljón fiska og er því kominn á válista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Fólk áttar sig ekki svo auðveldlega á þessu. Því viljum við beina sjónum að tegundinni og grípa til aðgerða sem styður við varðveislu laxins.“

Ratcliffe á eignarhlut í tugum jarða á Norðausturlandi sem eiga allar land að ám sem Atlantshafslaxinn þrífst í. Samuel segir að tilgangur eignarhaldsins snúi eingöngu að því að vernda tegundina. Með stjórn á ánum geti þeir viðhaldið þeim og bætt gæði þeirra. Þegar kaup þeirra hófust fyrir nokkrum árum hafi fólk verið uggandi. „En með tímanum hefur fólk séð að eina ástæðan fyrir þessu er verndun laxins. Við erum ekki með neinar undirliggjandi leynilegar ástæður, þetta er heiðarlegt verkefni.“

Þó nokkurt landbúnaðarland fylgir þeim jörðum sem eru í eigu Ratcliffe. „Við erum reyndar í þeirri vinnu núna að fara yfir allar eignirnar og greina notkunarmöguleika þeirra. Við viljum hafa jarðirnar í búrekstri. Við leyfum þeim bændum sem þar eru að meta hvernig best sé að nýta þær. Einu áhrifin sem við viljum hafa eru í kringum árnar.“

Langtímamarkmiðið sé þó að verkefnið verði sjálfbært. „Það er reynsla okkar að sjálfbær verkefni eru áhrifaríkari en þau sem maður þarf stöðugt að viðhalda. Faðir minn stofnaði þetta og ég mun fylgja því eftir en á endanum er meginmarkmiðið að verkefnið geti fjármagnað sjálft sig með leigu stangveiðiupplifana án aðkomu okkar.“

Samuel segir að aðstandendur Six Rivers hafi áhuga á að komast í samband við aðra laxáreigendur hér á landi. „Okkur langar að sýna hvað við erum að gera, af hverju við erum að þessu og hvernig við störfum. Við viljum til dæmis kynna fyrir þeim veiðireglurnar okkar sem þóttu nokkuð umdeildar. Við styttum veiðitímann, takmörkuðum fjölda stanga og sleppum öllum laxi. Þá er gestum einungis heimilt að nota léttan búnað – allt til að vernda laxinn og bæta gæði upplifunar sportveiðimanna.“

Málþingið hafi þannig verið liður í að vekja umræðu, kynna þá þekkingu sem sé til staðar og reyna að ná fram hugmyndum að aðgerðum til verndar Atlantshafslaxinum.

Skylt efni: Six Rivers

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...