Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðis- keðjunnar; 29.130 tonn, eða 48% af heildarmatarsóun árið 2022.
Tæpur helmingur allrar matar- sóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum skv. niðurstöðum mælinga Umhverfis- og Orkustofnunar. Stofnunin hefur í fyrsta sinn mælt matarsóun í allri virðiskeðju matvæla eftir staðlaðri aðferðafræði Evrópusambandsins. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar áður, en nákvæm skýrsla var birt 23. janúar sl.
Matarsóun var mæld fyrir öll stig virðiskeðjunnar; frumframleiðslu, vinnslu og framleiðslu, verslun og dreifingu, veitingahús og matvælaþjónustu og heimili. Niðurstöðurnar sýndu að matarsóun á Íslandi var alls 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022. Það jafngildir 160 kg/íbúa. Mæld matarsóun var stærst í frumframleiðsluþrepi virðiskeðjunnar; 29.130 tonn, eða 48% af heildarmatarsóun árið 2022.
Næstmest var matarsóun frá heimilum, sem mældist 23.781 tonn, eða 39% af heildinni. Veitingastaðir og matarþjónusta nam 6% af heildar matarsóun (3,86 tonn), smásala og dreifing 3% (1,93 tonn) og vinnsla og framleiðsla nam 3% matvælaúrgangs, eða 1,6 tonn. Niðurstöðurnar skapa að sögn skýrsluhöfunda grunn fyrir framtíðarrannsóknir og markmið í minnkun matarsóunar.
Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr matarsóun, bæði sem hluta af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og framlags þjóðarinnar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lágmörkun matarsóunar er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, segir í kynningu Umhverfis- og orkustofnunar.