Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Matarsóun á Íslandi var 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022.
Matarsóun á Íslandi var 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022.
Mynd / Earth.org
Fréttir 21. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðis- keðjunnar; 29.130 tonn, eða 48% af heildarmatarsóun árið 2022.

Tæpur helmingur allrar matar- sóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum skv. niðurstöðum mælinga Umhverfis- og Orkustofnunar. Stofnunin hefur í fyrsta sinn mælt matarsóun í allri virðiskeðju matvæla eftir staðlaðri aðferðafræði Evrópusambandsins. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar áður, en nákvæm skýrsla var birt 23. janúar sl.

Matarsóun var mæld fyrir öll stig virðiskeðjunnar; frumframleiðslu, vinnslu og framleiðslu, verslun og dreifingu, veitingahús og matvælaþjónustu og heimili. Niðurstöðurnar sýndu að matarsóun á Íslandi var alls 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022. Það jafngildir 160 kg/íbúa. Mæld matarsóun var stærst í frumframleiðsluþrepi virðiskeðjunnar; 29.130 tonn, eða 48% af heildarmatarsóun árið 2022.

Næstmest var matarsóun frá heimilum, sem mældist 23.781 tonn, eða 39% af heildinni. Veitingastaðir og matarþjónusta nam 6% af heildar matarsóun (3,86 tonn), smásala og dreifing 3% (1,93 tonn) og vinnsla og framleiðsla nam 3% matvælaúrgangs, eða 1,6 tonn. Niðurstöðurnar skapa að sögn skýrsluhöfunda grunn fyrir framtíðarrannsóknir og markmið í minnkun matarsóunar.

Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr matarsóun, bæði sem hluta af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og framlags þjóðarinnar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lágmörkun matarsóunar er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, segir í kynningu Umhverfis- og orkustofnunar.

Skylt efni: matarsóun

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...