Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Meðal fyrirlesara á málþinginu verður Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.
Meðal fyrirlesara á málþinginu verður Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2025

Málþing um framtíð landbúnaðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tekið verður á mörgum hagsmunamálum landbúnaðarins á víðum grunni á opnum fundi sem nokkur samtök tengt landbúnaði standa fyrir í næstu viku.

Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í landbúnaði, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði boða til fundar um framtíð íslensks landbúnaðar þann 26. febrúar á Hótel Nordica.

Ræða á um landbúnað í samhengi við almannahagsmuni, til að mynda í tengslum við fæðu- og þjóðaröryggi, hvernig Íslendingar geti orðið meira sjálfbærir í þeim efnum. Þá verður fjallað um mörg þau málefni sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni í dag, eins og tollamál, raforkumál og garðyrkjubændur, byggðamál, nýsköpun, smáframleiðendur, nýliðun og unga bændur.

Á meðal fyrirlesara verða Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Steinþór Logi Arnarsson, formaður Sambands ungra bænda og Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.

Fundarstjóri verður Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...