Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála og á að farga í brennslu. Aðeins brennslustöðin Kalka í Helguvík á Reykjanesi getur tekið við áhættuúrgangi í flokki 1, sem hræ af jórturdýrum eru. Urðun á viðurkenndum urðunarstöðum er aðeins leyfð fyrir aukaafurðir dýra í áhættuflokki 2, eftir viðeigandi sótthreinsun. Engin slík sótthreinsistöð er hins vegar til staðar í landinu.
Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála og á að farga í brennslu. Aðeins brennslustöðin Kalka í Helguvík á Reykjanesi getur tekið við áhættuúrgangi í flokki 1, sem hræ af jórturdýrum eru. Urðun á viðurkenndum urðunarstöðum er aðeins leyfð fyrir aukaafurðir dýra í áhættuflokki 2, eftir viðeigandi sótthreinsun. Engin slík sótthreinsistöð er hins vegar til staðar í landinu.
Mynd / smh
Fréttir 20. febrúar 2025

Ólögleg förgun dýrahræja

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um 87 prósent dýrahræja fóru til urðunar á árunum 2020 til 2022, samkvæmt tölum Umhverfis- og orkustofnunar, þrátt fyrir að í reynd sé urðun dýrahræja bönnuð.

EFTA-dómstóllinn felldi dóm yfir fyrirkomulaginu hér á landi sumarið 2022.

Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála – en það er ein gerð úrgangs. Aðeins brennslustöðin Kalka í Helguvík á Reykjanesi getur tekið við áhættuúrgangi í flokki 1, sem hræ af jórturdýrum eru. Urðun á viðurkenndum urðunarstöðum er aðeins leyfð fyrir aukaafurðir dýra í áhættuflokki 2, eftir viðeigandi sótthreinsun. Engin slík sótthreinsistöð er hins vegar til staðar í landinu.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfis- og orkustofnunar var hlutfallið af urðuðum dýrahræjum sem fór til förgunar árið 2023 komið niður í um 53 prósent. ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, áminnti svo stjórnvöld í lok júní á síðasta ári fyrir að hafa ekki komið málum í lag frá því dómurinn féll.

Ábyrgð heilbrigðisnefnda sveitarfélaga

Stjórnkerfi fyrir þennan málaflokk er fjölþætt á Íslandi og ógegnsætt að mörgu leyti. Matvælastofnun, Umhverfis- og orkustofnun, sveitarfélög, auk ráðuneyta matvæla og umhverfis-, orku- og loftslags, hafa aðkomu að þessum málum og skipta með sér stjórnsýsluhlutverkum.

Það eru heilbrigðisnefndir sveitarfélaga sem hafa eftirlit með því að þessi og annar úrgangur sé færður til viðeigandi meðhöndlunar og hefur einnig eftirlit með þeim aðilum sem hafa starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd.

Matvælastofnun fer með málefni aukaafurða dýra

Umsjón með almenna úrgangsregluverkinu á Íslandi er hjá Umhverfis- og orkustofnun. Matvælastofnun fer hins vegar með málefni aukaafurða dýra og um þær gildir viðamikið regluverk sem innleitt var úr Evrópulöggjöfinni um aukaafurðir dýra. Sveitarstjórn ákveður fyrirkomulag söfnunar á úrgangi í sveitarfélaginu og hefur heimild í lögum um meðhöndlun úrgangs til að kveða á um hvernig skuli staðið að söfnun á dýraleifum og dýrahræjum, eða aukaafurðum dýra.

Sum sveitarfélög með eigin söfnunarkerfi

Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur á sviði orkuskipta- og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun, segir að sögulega hafi gengið illa á Íslandi að koma dýraleifum og dýrahræjum í rétta meðhöndlun og því hafi sum sveitarfélög farið þá leið að safna þessum úrgangi á vegum sveitarfélagsins.

Hann segir að þótt sveitarstjórnir beri ábyrgð á því að starfræktar séu söfnunar- og móttökustöðvar fyrir þann úrgang sem fellur til í sveitarfélögum þá sé alveg ljóst að eigendur dýrahræja og -leifa hafi ríka skyldu til að tryggja að sá úrgangur sé meðhöndlaður bæði samkvæmt úrgangslögum og lögum um aukaafurðir dýra.

Gjald í samræmi við kostnað

Sveitarstjórn er ekki heimilt að niðurgreiða úrgangsmeðhöndlun nema upp að vissu marki, heldur á hún að innheimta gjald sem sé í samræmi við kostnaðinn við meðhöndlun úrgangsins.

Jóhannes segir að urðun dýrahræja sé ekki lögleg leið til meðhöndlunar þeirra, hvorki fyrir sveitarfélög né bændur. „Ef menn fá lágt verð í meðhöndlun á dýrahræjum og dýraleifum ætti fyrsta spurningin sem kemur upp í hugann að vera hvort verið sé að fara að lögum við losun á þessum úrgangi eða hvort hann sé nokkuð að enda í ólöglegri urðun,“ segir Jóhannes.

– Sjá nánar á síðum 20–23 í nýju Bændablaði sem kom út í dag.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...