Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrefna Karlsdóttir er handhafi Reynisbikarsins í ár. Í öðru sæti varð Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Bertha Karlsdóttir í því þriðja. Hér stilla verðlaunahafar sér upp ásamt Ragnheiði Þórarinsdóttur, rektor LbhÍ, ásamt fleiri nemendum í Reiðmanninum II: Bjarni Hjörleifsson og Stefán Bjartur Stefánsson, María Þórunn Jónsdóttir, Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir og Sigurjón Þorri Ólafsson.
Hrefna Karlsdóttir er handhafi Reynisbikarsins í ár. Í öðru sæti varð Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Bertha Karlsdóttir í því þriðja. Hér stilla verðlaunahafar sér upp ásamt Ragnheiði Þórarinsdóttur, rektor LbhÍ, ásamt fleiri nemendum í Reiðmanninum II: Bjarni Hjörleifsson og Stefán Bjartur Stefánsson, María Þórunn Jónsdóttir, Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir og Sigurjón Þorri Ólafsson.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 19. maí 2022

Reiðmenn fögnuðu útskrift

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útskriftarhátíð námsbrautarinnar Reiðmaðurinn hjá Endur­menntun LbhÍ var haldinn á góðviðrisdegi á Mið-Fossum þann 1. maí sl.

Nemendur öttu kappi í gæðinga­fimi og gæðingatölti og veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í náminu.

Reiðmaðurinn er, samkvæmt lýsingu, ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reið­mennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi en ekki síður fyrir þá reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu að eflast sem manneskjur. Námskeiðið er byggt upp á námi í reiðmennsku en auk þess fræðast nemendur um sögu og þróun hestsins, fóðrun hans, frjósemi og kynbætur.

Nemendur Reiðmannsins I öttu kappi í gæðingafimi. Þar stóð uppi sem sigurvegari Anna Guðný Baldursdóttir. Þórdís Anna Oddsdóttir var í 2. sæti, Anna Linda Gunnarsdóttir í því þriðja. Þá koma Júlía G. Gunnarsdóttir, Guðrún Margrét Steingrímsdóttir, Guðmundur Árnason, Björn Ragnar Morthensen og Magnús Björgvin Jóhannesson, sem stilla sér hér upp ásamt rektor. 

Námið er haldið á níu stöðum á landinu en átta Reiðmannshópar, á annað hundrað manns, komu saman á Mið-Fossum í hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands til að fagna útskrift.

Tveir nemendur fengu viður- kenningu fyrir framúrskarandi námsárangur, þau Guðmundur Árnason fyrir árangur í námsleiðinni Reiðmaðurinn I og Jóhanna Vilhjálms­dóttir í Reiðmanninum II.

Hæst metnu nemendur Reið­manns­ins II um Reynisbikarinn, sem gefinn er til minningar um tamninga­meistarann Reyni Aðal­steinsson sem var upphafs­maður námsins. Hrefna Karls­dóttir stóð uppi sem handhafi verðlaunagripsins. Á meðan hlaut Anna Guðný Baldursdóttir hæstu einkunn nemenda Reiðmannsins I í gæðingafimi.

Þá kepptu nemendur sín á milli í gæðingatölti í flokki minna og meira vanra knapa. Í flokki meira vanra stóð gæðingurinn Váli frá Efra-Langholti uppi sem sigurvegari með einkunnina 8,6 en Ragnar Sölvi Geirsson var knapi hans. Í flokki minna vanra knapa hlutu gæðingarnir Ágúst frá Koltursey, setinn Rafnari Rafnarssyni og Erpur frá Hlemmiskeiði 2, setinn af Jóhönnu Maríu Vilhjálmsdóttur sem fengu sömu lokaeinkunn, 8,467, en dómarar völdu Ágúst og Rafnar sem sigurvegara.

Opið er fyrir skráningar í Reiðmanninn hjá Endurmenntun LbhÍ en auk hinna föstu námshópa verður boðið upp á sérstakt nám í frumtamningum.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...