Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vörur frá eftirtöldum framleiðendum á Austurlandi: Breiðdalsbiti, Háhóll geitabú, Miðskersbúið,Fjóshornið Egilsstöðum, Holt og heiðar ehf., HEL,Farm Holiday Síreksstadir / Ferðaþjónustan Síreksstöðum og Setberg Fellum.
Vörur frá eftirtöldum framleiðendum á Austurlandi: Breiðdalsbiti, Háhóll geitabú, Miðskersbúið,Fjóshornið Egilsstöðum, Holt og heiðar ehf., HEL,Farm Holiday Síreksstadir / Ferðaþjónustan Síreksstöðum og Setberg Fellum.
Mynd / Oddný Anna Björnsdóttir
Fréttir 4. febrúar 2019

REKO afhendingar í fyrsta skipti á Austurlandi

Höfundur: smh

REKO-viðskiptaformið, sem felst í milliliðalausum viðskiptum framleiðenda og neytenda í gegnum Facebook-síður, breiðist nú hratt út um landið. Á laugardaginn var fyrsta afhending REKO-framleiðenda á Austurlandi til viðskiptavina sinna og fór afhendingin fram á Egilsstöðum.

Facebook-hópar hafa áður verið myndaðir fyrir Reykjavík, Vesturland, sunnanverða Vestfirði, Suðurland og Norðurland – og milliliðalaus viðskipti átt sér stað á þessum svæðum.

Níu framleiðendur buðu fram vörur sínar á Facebook-síðunni fyrir Austurland og yfir 150 pantanir bárust í vörur þeirra, sem þykir með því allra besta á landsvísu. Svo mikill áhugi var raunar að hluti vöruúrvalsins seldist upp hjá helmingi framleiðendanna.

Kaupendur leggja fram pantanir inni í viðburðum hvers hóps á Facebook, greiða fyrirfram og fá það síðan afhent á tilteknum stað og uppgefnum tíma. 

Afhendingar verða í þessari viku og um næstu helgi úr hópum REKO Reykjavík (Mjódd), REKO Vesturland (Akranesi), REKO Suðurland (Selfossi) og REKO Norðurland (Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri).

Birta Gunnarsdóttir og Lovísa Rósa Bjarnadóttir, frá HEL og Háhóli geitabúi.

Skylt efni: REKO | REKO Austurland

Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanför...

Sigursæl á lánshestum
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru ...

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...