Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Riða greindist í skimunarsýni
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að sýni hafi reynst jákvætt með tilliti til riðu en sauðfjárbúskapur var aflagður á viðkomandi bæ síðast liðið haust.

Á heimasíðu Mast segir að á hverju hausti séu tekinn fjöldi sýna úr fé sem sent er til slátrunar og þau rannsökuð með tilliti til riðu. Jákvæð niðurstaða úr rannsókn á einu slíku sýni frá í haust barst nýlega. Um var að ræða sýni úr kind frá bænum Sporði á Vatnsnesi.

Þegar Matvælastofnun hafði samband við bóndann kom í ljós að hann hætti sauðfjárbúskap í haust og því ekkert fé lengur á bænum. Í þessu tilviki er því ekki um niðurskurð á fé að ræða en Matvælastofnun mun framkvæma faraldsfræðilega rannsókn og hefur lagt til við ráðherra að hreinsun útihúsa og umhverfis verði fyrirskipuð.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...