Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Riðuveiki í Skagafirði
Fréttir 3. mars 2015

Riðuveiki í Skagafirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Riðuveiki hefur greinst á búi í Skagafirði. Aðeins er um mánuður síðan riða greindist á Vatnsnesi. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.

Fyrir skömmu fékk bóndinn í Valagerði í Skagafirði grun um riðuveiki í þremur ám og hafði samband við dýralækni. Kindunum var lógað og sýni send til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum, sem staðfesti nokkrum dögum síðar að um hefðbundna riðuveiki væri að ræða. Búið er í Skagahólfi en þar hefur riðuveiki komið upp á átta búum á undanförnum 15 árum en á þessu búi hefur veikin ekki greinst áður.

Fyrir aðeins um mánuði síðan greindist riðuveiki á búi á Vatnsnesi en þá hafði hefðbundin riða ekki greinst á landinu síðan árið 2010. Unnið er að gerð samnings um niðurskurð á því búi og í kjölfarið verður fénu lógað. Þessi tvö tilfelli eru ótengd enda sitt í hvoru varnarhólfinu. Strangar reglur gilda um flutning fjár milli varnarhólfa og annars sem borið getur smit. Þessi tvö nýju tilfelli sýna að baráttunni við riðuveikina er langt í frá lokið og eru bændur hvattir til að vera á varðbergi gagnvart einkennum og hafa samband við dýralækni fái þeir grun um veikina. Einkenni riðu eru breytileg, um getur verið að ræða kláða, taugaveiklun og óeðlilegar hreyfingar. Í sumum tilvikum koma aðeins sum þessara einkenna fram en í öðrum öll.

Héraðsdýralæknir Matvælastofnunar vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttektar á búinu í Skagafirði til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Allt frá því ákveðið var að hefja átak gegn riðuveiki, fyrir rúmlega 30 árum síðan, með það að markmiði að útrýma veikinni hefur ráðherra ávallt fyrirskipað niðurskurð þegar riða hefur greinst og aðrar aðgerðir ekki komið til álita. Á níunda áratug síðustu aldar var skorið niður á tugum búa á hverju ári en mjög hefur dregið úr tíðni veikinnar og á undanförnum árum hefur hún aðeins greinst á stöku búum.
 

Skylt efni: Sauðfé | Riðuveiki

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...