Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna borðar lambakjöt
Mynd / BBL
Fréttir 31. janúar 2019

Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna borðar lambakjöt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna sem koma til Íslands, eða 54%, hefur neytt íslensks lambakjöts á ferðum sínum um landið einu sinni eða oftar. Þá eru 64% þeirra jákvæðir eða fremur jákvæðir í garð lambakjöts en einungis 2% neikvæðir og 34% taka ekki afstöðu samkvæmt könnun Gallup. 

Icelandic lamb hefur á undanförnum árum verið að kynna merki sitt sem einkennir nú um 170 veitingastaði um allt land sem leggja áherslu á lambakjöt á sínum matseðli. Sífellt fleiri veitingastaðir hafa sýnt áhuga á að hafa þetta merki á áberandi stað til að leggja áherslu á að þar sé boðið upp á íslenskt lambakjöt. Einnig er vaxandi áhugi meðal verslana um að fá að nota merkið, einkum þeirra sem sérhæfa sig í sölu á kjöti. Var Kjötkompaníið fyrsta sérverslunin til að festa merkið upp á vegg hjá sér.   

Sífellt fleiri ferðamenn þekkja merki Icelandic lamb

Kannanir Gallup sem gerðar hafa verið frá 2017 sýna að erlendir ferðamenn eru stöðugt að vera meðvitaðri um þetta einkennismerki lambakjötsins hér á landi.  

Í könnun Gallup frá 2017 kemur fram að 27% erlendra ferðamanna þekktu til merkis Icelandic lamb í veitingahúsum og verslunum. Í könnun sem gerð var í maí 2018 sögðust 29% þekkja merkið og í könnun í nóvember 2018 voru 38% erlendra ferðamanna meðvituð um tilvist merkisins. 

54% hafa borðað lambakjöt

Rúmlega helm-ingur ferða-manna sem hingað koma neytir eða bragðar lambakjöt einu sinni eða oftar á ferð sinni um landið. Undanfarin tvö ár hefur þetta hlutfall haldist nokkuð stöðugt. 

Þegar ferðamenn voru spurðir um hvort þeir hafi borðað lambakjöt á veitingahúsum og/eða keypt það í verslunum í dvöl sinni hér á landi svöruðu 54% ferðamanna því játandi árið 2017. Þar af höfðu 40% fengið lambakjöt á veitingahúsum en 10% höfðu keypt það bæði í verslun og á veitingahúsi, en 4% einungis í verslun. 

Í maí 2018 svöruðu 49% sömu spurningu játandi. Þar af höfðu 36% keypt það á veitingahúsum en 13% bæði á veitingahúsum og í verslunum og 5% einungis í verslunum

Í október síðastliðnum voru þeir sem neytt höfðu íslensks lambakjöts 54%. Þar af 38% á veitingahúsum og 13% bæði á veitingahúsum og í verslunum og 3% höfðu neytt lambakjöts sem einungis var keypt í verslun.  

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...