Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna borðar lambakjöt
Mynd / BBL
Fréttir 31. janúar 2019

Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna borðar lambakjöt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna sem koma til Íslands, eða 54%, hefur neytt íslensks lambakjöts á ferðum sínum um landið einu sinni eða oftar. Þá eru 64% þeirra jákvæðir eða fremur jákvæðir í garð lambakjöts en einungis 2% neikvæðir og 34% taka ekki afstöðu samkvæmt könnun Gallup. 

Icelandic lamb hefur á undanförnum árum verið að kynna merki sitt sem einkennir nú um 170 veitingastaði um allt land sem leggja áherslu á lambakjöt á sínum matseðli. Sífellt fleiri veitingastaðir hafa sýnt áhuga á að hafa þetta merki á áberandi stað til að leggja áherslu á að þar sé boðið upp á íslenskt lambakjöt. Einnig er vaxandi áhugi meðal verslana um að fá að nota merkið, einkum þeirra sem sérhæfa sig í sölu á kjöti. Var Kjötkompaníið fyrsta sérverslunin til að festa merkið upp á vegg hjá sér.   

Sífellt fleiri ferðamenn þekkja merki Icelandic lamb

Kannanir Gallup sem gerðar hafa verið frá 2017 sýna að erlendir ferðamenn eru stöðugt að vera meðvitaðri um þetta einkennismerki lambakjötsins hér á landi.  

Í könnun Gallup frá 2017 kemur fram að 27% erlendra ferðamanna þekktu til merkis Icelandic lamb í veitingahúsum og verslunum. Í könnun sem gerð var í maí 2018 sögðust 29% þekkja merkið og í könnun í nóvember 2018 voru 38% erlendra ferðamanna meðvituð um tilvist merkisins. 

54% hafa borðað lambakjöt

Rúmlega helm-ingur ferða-manna sem hingað koma neytir eða bragðar lambakjöt einu sinni eða oftar á ferð sinni um landið. Undanfarin tvö ár hefur þetta hlutfall haldist nokkuð stöðugt. 

Þegar ferðamenn voru spurðir um hvort þeir hafi borðað lambakjöt á veitingahúsum og/eða keypt það í verslunum í dvöl sinni hér á landi svöruðu 54% ferðamanna því játandi árið 2017. Þar af höfðu 40% fengið lambakjöt á veitingahúsum en 10% höfðu keypt það bæði í verslun og á veitingahúsi, en 4% einungis í verslun. 

Í maí 2018 svöruðu 49% sömu spurningu játandi. Þar af höfðu 36% keypt það á veitingahúsum en 13% bæði á veitingahúsum og í verslunum og 5% einungis í verslunum

Í október síðastliðnum voru þeir sem neytt höfðu íslensks lambakjöts 54%. Þar af 38% á veitingahúsum og 13% bæði á veitingahúsum og í verslunum og 3% höfðu neytt lambakjöts sem einungis var keypt í verslun.  

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...