Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rússar auka kjötneyslu
Fréttir 10. ágúst 2017

Rússar auka kjötneyslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Neysla á kjöti í Rússlandi hefur aukist um tvö kíló á mann á þessu ári miðaða við árið 2016 og er í dag 75,2 kíló. Einungis 3% Rússa líta á sig sem grænmetisætur.

Kjötneysla í Rússalandi hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2000. Aldamótaárið var neyslan 43,5 kíló á mann en er í dag 75,2 kíló. Neysla á svínakjöti hefur tvöfaldast frá aldamótum til dagsins í dag og er nú tæp 26 kíló á mann.

Mikil aukning í neyslu kjúklingakjöts

Neysla á nautakjöti dregst lítillega saman milli áranna 2016 og 2017 en neysla á lambakjöti hefur aftur á móti staðið í stað og er ríflega tvö kíló á mann.

Neysla á alifuglakjöti hefur aukist úr 30 kílóum á mann árið 2013 í 33,7 kíló 2017.

Tryggir neytendur kjöts

Verð á svínakjöti lækkaði um 8 til 10% á síðasta ári en verð á fuglakjöti hefur að mestu staðið í stað og er kjúklingakjöt ódýrasta kjötið á markaði í Rússlandi um þessar mundir. Verð á nautakjöti hefur aftur á móti hækka um 4 til 6% milli ári.

Talið er að verð á svínakjöti eigi eftir að lækka enn frekar í Rússlandi á næstu árum og eftirspurn að aukast samhliða því.

Nýleg könnun í Rússlandi sýnir að Rússar eru tryggar kjötætur og að einungis 3% þjóðarinnar líta á sig sem grænmetisætur. Könnunin sýndi einnig að með minnkandi kaupmætti sýndu neytendur til­hneigingu til að kaupa ódýrara kjöt, sérstaklega ódýrt fuglakjöt.

Skylt efni: Kjöt | Kjötneysla | Rússland

Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar
Fréttir 28. febrúar 2025

Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar

Mörg hundruð milljarða ábati er af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda samkvæmt kos...

Vilja fella niður lög um gæðamat
Fréttir 28. febrúar 2025

Vilja fella niður lög um gæðamat

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um að fella b...

Háihólmi veltir meira en milljarði króna
Fréttir 28. febrúar 2025

Háihólmi veltir meira en milljarði króna

Háihólmi ehf. hagnaðist um 7,9 milljónir króna í fyrra. Rekstrartekjur heildsölu...

Fréttaveita frá deildafundum búgreina
Fréttir 27. febrúar 2025

Fréttaveita frá deildafundum búgreina

Deildafundir búgreina hjá Bændasamtökum Íslands fara fram í dag og á morgun á Hi...

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Fréttir 27. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðiskeðjunnar; 29.130 tonn, eða 4...

Þróunarverkefni búgreina styrkt
Fréttir 27. febrúar 2025

Þróunarverkefni búgreina styrkt

Matvælaráðuneytið úthlutaði rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis í ...

Aukið kornhlutfall í fóðri hefur jákvæð áhrif á kjötgæði
Fréttir 27. febrúar 2025

Aukið kornhlutfall í fóðri hefur jákvæð áhrif á kjötgæði

Í niðurstöðum skýrslu sem Matís hefur gefið út um áhrif fóðrunar á gæði kjöts af...

Enn er deilt um Geitdalsárvirkjun
Fréttir 26. febrúar 2025

Enn er deilt um Geitdalsárvirkjun

Fyrirhuguð framkvæmd allt að 9,9 MW virkjunar í Geitdalsá, á hálendi Austurlands...