Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rússar auka kjötneyslu
Fréttir 10. ágúst 2017

Rússar auka kjötneyslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Neysla á kjöti í Rússlandi hefur aukist um tvö kíló á mann á þessu ári miðaða við árið 2016 og er í dag 75,2 kíló. Einungis 3% Rússa líta á sig sem grænmetisætur.

Kjötneysla í Rússalandi hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2000. Aldamótaárið var neyslan 43,5 kíló á mann en er í dag 75,2 kíló. Neysla á svínakjöti hefur tvöfaldast frá aldamótum til dagsins í dag og er nú tæp 26 kíló á mann.

Mikil aukning í neyslu kjúklingakjöts

Neysla á nautakjöti dregst lítillega saman milli áranna 2016 og 2017 en neysla á lambakjöti hefur aftur á móti staðið í stað og er ríflega tvö kíló á mann.

Neysla á alifuglakjöti hefur aukist úr 30 kílóum á mann árið 2013 í 33,7 kíló 2017.

Tryggir neytendur kjöts

Verð á svínakjöti lækkaði um 8 til 10% á síðasta ári en verð á fuglakjöti hefur að mestu staðið í stað og er kjúklingakjöt ódýrasta kjötið á markaði í Rússlandi um þessar mundir. Verð á nautakjöti hefur aftur á móti hækka um 4 til 6% milli ári.

Talið er að verð á svínakjöti eigi eftir að lækka enn frekar í Rússlandi á næstu árum og eftirspurn að aukast samhliða því.

Nýleg könnun í Rússlandi sýnir að Rússar eru tryggar kjötætur og að einungis 3% þjóðarinnar líta á sig sem grænmetisætur. Könnunin sýndi einnig að með minnkandi kaupmætti sýndu neytendur til­hneigingu til að kaupa ódýrara kjöt, sérstaklega ódýrt fuglakjöt.

Skylt efni: Kjöt | Kjötneysla | Rússland

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...