Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Landbúnaðarháskólinn efnir til endurmenntunarnámskeiðs um sauðfjársæðingar.
Landbúnaðarháskólinn efnir til endurmenntunarnámskeiðs um sauðfjársæðingar.
Mynd / sá
Fréttir 26. september 2024

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) efnir á næstunni til fimm námskeiða um sauðfjársæðingar út um landið.

Um þessar mundir er mikil áhersla á sæðingar verndandi eða mögulega verndandi arfgerða gegn riðuveiki og því mikil tækifæri sögð fólgin í að endurmennta bændur í sauðfjársæðingum með reyndum dýralækni og kennara. Er námskeiði Endurmenntunar LbhÍ um sauðfjársæðingar ætlað að koma til móts við sem flesta starfandi sauðfjárbændur og aðra sem hafa áhuga á að starfa, eða starfa nú þegar, við sauðfjársæðingar.

Í kynningarefni segir að í bóklega hluta námskeiðsins verði farið yfir sögu sauðfjársæðinga, æxlunarfærum sauðkinda lýst og greint frá helstu atriðum varðandi æxlunarlíffræði þeirra. Áhersla verði lögð á að fjalla um sæðingar, hvernig best sé að standa að þeim, hvenær rétti sæðingatíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin.

Í verklega hlutanum verður meðferð sæðis og verklag við sæðingar kennd í fjárhúsi þar sem einnig á að ræða um smitvarnir. Eiga nemendur að námskeiði loknu að geta sætt ær og sagt til um hvernig bestum árangri verður náð.

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir kennir á námskeiðinu en hann hefur áralanga reynslu af að kenna sauðfjársæðingar á vegum Endurmenntunar LbhÍ. Námskeiðin verða haldin í samstarfi við búnaðarsambönd víða um land. Til stendur að halda námskeiðin hjá LbhÍ á Hvanneyri, að Stóra- Ármóti við Selfoss, á Blönduósi, í Búgarði í Eyjafirði og að Ýdölum við Húsavík. Þau fara fram dagana kringum mánaðamótin nóvember/desember nk.

Skylt efni: sauðfjársæðingar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...