Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Samkvæmt tillögum sérfræðingahóps sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði 16. maí munu sæðingar árið 2023 á vegum sauðfjársæðingastöðvanna á Suðurlandi og Vesturlandi verða niðurgreiddar ef sætt er með hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki skv. útgefinni hrútaskrá 2023-24. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Þeir bændur sem skrá sæðingar í Fjárvís ekki síðar en 8. janúar 2024 munu þannig fá styrk í samræmi við fjölda sæðinga á búin með hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki.

Styrkurinn er föst fjárhæð á hverja sæðingu og er kr. 1.030 ef um er að ræða hrúta sem bera verndandi arfgerð og kr. 515 á hverja sæðingu ef um er að ræða hrúta sem bera mögulega verndandi arfgerðir. Sami styrkur mun verða greiddur hvort sem hrúturinn er arfhreinn eða arfblendinn og verður greitt í gegnum Afurð.

Dreifing, sala og innheimta fyrir sæði verður óbreytt frá fyrra fyrirkomulagi, skv. tilkynningunni.

Skylt efni: sauðfjársæðingar

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...