Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Samkvæmt tillögum sérfræðingahóps sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði 16. maí munu sæðingar árið 2023 á vegum sauðfjársæðingastöðvanna á Suðurlandi og Vesturlandi verða niðurgreiddar ef sætt er með hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki skv. útgefinni hrútaskrá 2023-24. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Þeir bændur sem skrá sæðingar í Fjárvís ekki síðar en 8. janúar 2024 munu þannig fá styrk í samræmi við fjölda sæðinga á búin með hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki.

Styrkurinn er föst fjárhæð á hverja sæðingu og er kr. 1.030 ef um er að ræða hrúta sem bera verndandi arfgerð og kr. 515 á hverja sæðingu ef um er að ræða hrúta sem bera mögulega verndandi arfgerðir. Sami styrkur mun verða greiddur hvort sem hrúturinn er arfhreinn eða arfblendinn og verður greitt í gegnum Afurð.

Dreifing, sala og innheimta fyrir sæði verður óbreytt frá fyrra fyrirkomulagi, skv. tilkynningunni.

Skylt efni: sauðfjársæðingar

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...