Sala á tjaldstæðum með rafmagnstengingum hafin
Sala á tjaldstæðum með rafmagnstengingum á Landsmóti hestamanna á Hólum 2016 er hafin.
Um er að ræða afmarkaða reiti, 7x10 metra að stærð, og hverjum reit fylgir ein rafmagnsinnstunga. Allir gestir mótsins hafa aðgang að almennum tjaldstæðum mótsins, en þar verður ekki hægt að bjóða upp á rafmagnstengi.
Tjaldstæðin með rafmagnstengingum eru seld í gegnum sama sölukerfi og aðgöngumiðar á mótið, hjá tix.is og á heimasíðu Landsmóts, landsmot.is. Þar geta áhugasamir gestir keypt sér aðgang að reit sem bíður þeirra þegar á mótið verður komið. Verð fyrir þessa þjónustu verður óbreytt frá síðasta Landsmóti, kr. 17.000 fyrir afnot af tjaldstæðareit með rafmagnstengingu á mótinu. Þetta kemur fram á heimasíðu landsmótsins.